Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bjarni segir enga venju fyrir samráði og telur það óþarft

Ut­an­rík­is­ráð­herra tel­ur sig ekki þurfa að ráð­færa sig við for­sæt­is­ráð­herra um af­stöðu í at­kvæða­greiðslu hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Ákvörð­un­in sé hans. Pró­fess­or seg­ir að hann muni ekki eft­ir sam­bæri­legu til­viki við þetta sem nú er upp kom­ið.

Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald líkt og til dæmis borgarstjórn Reykjavíkur. Það felur í raun í sér að hver og einn ráðherra hefur vald yfir sínum málaflokki og getur, kjósi hann svo, gert það sem hann vill án þess að upplýsa aðra ráðherra sérstaklega um það. Afleiðingarnar geta vitanlega orðið þannig að samstarfsflokkum í ríkisstjórn misbjóði atferlið og ákvarðanatakan og ákveðið að bregðast við. Í því fyrirkomulagi sem ríkir á Íslandi hefur ríkisstjórnin í heild, eða forsætisráðherra, takmarkaðar valdheimildir til að grípa inn í séu þau ósátt við viðkomandi ráðherra. Hins vegar hafa skapast ýmsar hefðir og venjur um samráð og upplýsingaskyldu þegar um er að ræða stórar ákvarðanir eða undir séu pólitísk eldfim mál. 

Ákvörðun Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra föstudaginn 27. október um að Ísland ætti að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JPGWYSE
    Jon Pall Garðarsson Worldwide Yacht Service ehf skrifaði
    Þetta er bara glæsilegt, nú getur Svandís kallað inn allann kvóta á sjallar geta ekki sagt orð.
    3
  • Mummi Týr skrifaði
    Einræðistilburðir ráðherra er skelfing til þess að hugsa að hér skuli vera ráðherraveldi sem á ekkert skylt við lýðræði. Að einn ráðherra geti sagt mér finnst á heimsvísu fyrir hönd allra Íslendinga er galið dæmi um meingallaða stjórnsýslu.

    12 misgáfulegir ráðherrar stjórna landinu og fólk hefur engan aðgang að ákvörðunum nema í kjörklefum. Það er ekki hefð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og á það spila óvandaðir pólitíkusar...
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Bretar, nýlenduþjóðin rifu land af Palestínumönnum fyrir Ísraela, á sínum tíma,
    síðan hafa Ísraelsmenn
    endalaust níðst á landeigendunum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár