„Það besta við mig er að ef einhver kemur upp að mér, segist ekki geta hætt að drekka og biður mig um hjálp, að þá get ég sagt já, fylgt því eftir og hjálpað viðkomandi,“ sagði leikarinn Matthew Perry í viðtali fyrir tæpu ári síðan. „Ég hef lengi sagt að þegar ég dey vil ég ekki að það fyrsta sem er bendlað við mig sé Vinir (Friends), heldur vil ég að það sé talað um þetta. Ég mun sanna það restina af lífinu mínu.“
Perry lést þann 28. október síðastliðinn í heitum potti á heimili sínu í Kaliforníu. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann var aðeins 54 ára að aldri en hafði glímt við neyslu áfengis og vímuefna frá unglingsárum. Fyrir aðeins fimm árum síðan var Perry nær dauða en lífi þegar ristill hans sprakk með þeim …
Athugasemdir