Þann 14. október var boðað til blaðamannafundar. Tilgangur hans var að greina frá því að stjórnarflokkarnir þrír: Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hefðu ákveðið að leggja helstu ágreiningsmál sín til hliðar og klára kjörtímabilið, þrátt fyrir að einn formaðurinn, Bjarni Benediktsson, hefði neyðst til að segja af sér ráðherraembætti.
Lausnin sem kynnt var fólst í því að flokkarnir þrír ætluðu að einbeita sér að því að berjast gegn verðbólgu í stað þess að takast á um þau mál sem þeir eru ósammála um og að Bjarni myndi færa sig úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, yfir í utanríkisráðuneytið. Sú tilfærsla myndi skapa frið um þau mikilvægu verkefni sem væru framundan á efnahagssviðinu.
Miklar skærur höfðu staðið yfir milli flokkanna í sumar, og ólga skapaðist innan þeirra, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Deilumálin voru margskonar, og snérust meðal annars um útlendingamál og …
Athugasemdir (6)