Það er ótækt að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, sem oftar en ekki beinist gegn stjórnvöldum, skuli vera sett undir stjórn þess sem eftirlitið beinist gegn. Félags- og vinnumálaráðuneytið er sagt ítrekað hafa brugðist illa við gagnrýni réttindagæslumanna og kallað yfirmann þeirra á teppið vegna þess.
Kona sem sinnti réttindagæslu fyrir hælisleitanda með fötlun, segir ráðuneyti félagsmála hafa reynt að hræða sig frá því að sinna og fjalla opinberlega um aðstæður mannsins. Forstöðumaður réttindagæslunnar staðfestir afskipti ráðuneytisins og segir það illa höndla gagnrýni. Forveri hans segir réttindagæslukerfið hafa skaðast af þessum sökum.
„Ég starfaði við réttindagæsluna þar til í sumar og var með málið hans Hussein Hussein og aðstoðaði hann í eitt og hálft ár, þar til honum var brottvísað í desember í fyrra,“ segir Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi réttindagæslumaður, í samtali við Heimildina. Í nýlegri færslu á Facebook upplýsir hún um og gagnrýnir harðlega afskipti ráðuneytis félagsmála af vinnu hennar fyrir …
Athugasemdir