Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Lagersöluglaðir“ Íslendingar nenna að bíða í röð

„Ís­lend­ing­ar eru lag­er­söluglað­ir,“ segja eig­end­ur tveggja stórra barna­vöru­versl­ana. Tug­ir biðu í röð í skítak­ulda og hvassviðri í Vík­ur­hvarfi ný­lega til að gera góð kaup á merkja­vöru fyr­ir börn. „Til­boð virka, það er ekk­ert nýtt í því,“ seg­ir mark­aðs- og aug­lýs­inga­mað­ur­inn Valli sport.

„Ég ætla að reyna að versla eitthvað á mjög góðu verði. Bara allt sem ég næ í,“ sagði Einína Sif Jónsdóttir þegar blaðamaður Heimildarinnar náði tali af henni í röð fyrir utan lagersölu barnavöruverslananna BíumBíum, rétt áður en lagersalan var opnuð klukkan 11 á föstudagsmorgni. „Að fá þessar fínu vörur á miklu betra verði, það er svona eiginlega númer eitt, tvö og þrjú, að ná einhverju þegar það eru svona mörg börn.“

Einína, sem á þrjú börn, var framarlega í röðinni. Hún er reynslumikil þegar kemur að lagersölum og hefur ekki misst af lagersölu barnavöruverslana síðustu tíu ár. „Ég reyndar var hjá tannlækni í morgun þannig ég var aðeins of sein en þær voru komnar tíu,“ segir Einína og bendir í átt að bílastæðinu þar sem vinkonur hennar voru að hlýja sér í bílnum á meðan hún stendur vaktina. Fyrsti snjór vetrarins, eða haustsins, féll í borginni nóttina áður og …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár