„Ég ætla að reyna að versla eitthvað á mjög góðu verði. Bara allt sem ég næ í,“ sagði Einína Sif Jónsdóttir þegar blaðamaður Heimildarinnar náði tali af henni í röð fyrir utan lagersölu barnavöruverslananna BíumBíum, rétt áður en lagersalan var opnuð klukkan 11 á föstudagsmorgni. „Að fá þessar fínu vörur á miklu betra verði, það er svona eiginlega númer eitt, tvö og þrjú, að ná einhverju þegar það eru svona mörg börn.“
Einína, sem á þrjú börn, var framarlega í röðinni. Hún er reynslumikil þegar kemur að lagersölum og hefur ekki misst af lagersölu barnavöruverslana síðustu tíu ár. „Ég reyndar var hjá tannlækni í morgun þannig ég var aðeins of sein en þær voru komnar tíu,“ segir Einína og bendir í átt að bílastæðinu þar sem vinkonur hennar voru að hlýja sér í bílnum á meðan hún stendur vaktina. Fyrsti snjór vetrarins, eða haustsins, féll í borginni nóttina áður og …
Athugasemdir