Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ögrun, ofbeldi og hatur

Árás Ham­as gróf und­an for­send­um sam­komu­lags sem Ar­ab­a­ríki hafa gert við Ísra­el. For­sæt­is­ráð­herra Ísra­els stend­ur höll­um fæti á eft­ir, sem mun ef­laust hafa áhrif á ákvarð­ana­töku hans, þjóð­stjórn­ar­inn­ar og stríðs­ráðs­ins sem bú­ið er að stofna. Bú­ið er að færa fólk frá suð­ur­hluta Ísra­els, láta her­inn um­kringja Gaza og fjöldi fólks hef­ur fall­ið í loft­árás­um Ísra­els­hers á Gaza strönd­ina.

Já hugsaðu þér heiminn
halda grið og frið
Mér er sagt að ég sé með óra
en ég er ekki ein um það
já komdu með, höldum hópinn
gerum heiminn að griðarstað.

Þannig hljómar ljóðlína lagsins Imagine eftir John Lennon eða Að hugsa sér í þýðingu Þórarins Eldjárn. Árleg friðarráðstefna, sem kennd er við lagið, var haldin í Hörpu dagana 10. til 11. október á vegum Höfða friðarseturs og formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Tveir fyrirlesarar hvöttu ráðstefnugesti til þess að ímynda sér hvernig staðan í heiminum gæti verið ef bæði fortíðin og samtíminn væru undanskilin. Það er mögulegt að ímynda sér hvernig staðan í Palestínu og Ísrael gæti þá verið. Raunveruleiki fortíðarinnar og samtímans gerir það hins vegar illfært að bera von í brjósti um betri tíð með blóm í haga enda ástandið mun átakanlegra en mögulegt er með góðu móti að ímynda sér eða átta sig á fyrr …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ESG
    Erna Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði
    Gaza eru útrýmingabúðir á vegum stjórnvalda Ísraels, sorglegt í ljósi sögunnar
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    "árás" "hamas" var sviðsett hóx í boði zæónistan . . .
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár