Já hugsaðu þér heiminn
halda grið og frið
Mér er sagt að ég sé með óra
en ég er ekki ein um það
já komdu með, höldum hópinn
gerum heiminn að griðarstað.
Þannig hljómar ljóðlína lagsins Imagine eftir John Lennon eða Að hugsa sér í þýðingu Þórarins Eldjárn. Árleg friðarráðstefna, sem kennd er við lagið, var haldin í Hörpu dagana 10. til 11. október á vegum Höfða friðarseturs og formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Tveir fyrirlesarar hvöttu ráðstefnugesti til þess að ímynda sér hvernig staðan í heiminum gæti verið ef bæði fortíðin og samtíminn væru undanskilin. Það er mögulegt að ímynda sér hvernig staðan í Palestínu og Ísrael gæti þá verið. Raunveruleiki fortíðarinnar og samtímans gerir það hins vegar illfært að bera von í brjósti um betri tíð með blóm í haga enda ástandið mun átakanlegra en mögulegt er með góðu móti að ímynda sér eða átta sig á fyrr …
Athugasemdir (2)