Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umhyggjan er lykillinn

Ás­geir Brynj­ar, rit­stjóri Vís­bend­ing­ar, ræð­ir við Önnu Maríu Boga­dótt­ur, dós­ent í arki­tekt­úr, um Tatiönu Bil­bao sem er mik­il­væg rödd í sam­tíma­arki­tekt­úr. Eðli máls­ins sam­kvæmt var sam­tal­ið jafn­framt um arki­tekt­úr í nú­tím­an­um.

Heimsókn Tatiönu var skipulögð í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að kennsla í arkitektúr hófst hérlendis og þess að fyrr í ár luku nemendur í fyrsta sinn fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis, í kjölfar þess að haustið 2021 hófst kennsla í arkitektúr á meistarastigi við Listaháskóla Íslands.

Það var að frumkvæði Sigríðar Maack, formanns Arkitektafélags Íslands, sem hitti Tatiönu í Kaupmannahöfn og falaðist eftir því að hún kæmi til Íslands, að Tatiana kom til landsins.

Fyrirlestur Tatiönu í Grósku og vikulöng vinnustofa hennar með öllum nemendum arkitektúrdeildarinnar var gjöf Arkitektafélagsins til Listaháskólans og nemenda í arkitektúr í tilefni þessa mikilvæga áfanga í arkitektúrmenntun hérlendis. Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Fræðagarður, ræðismaður Mexíkó á Íslandi og um fimmtíu íslenskar arkitektastofur lögðu hönd á plóg með Arkitektafélaginu til þess að gera heimsókn Tatiönu að veruleika en vikulöng vinnustofa allra nemenda í arkitektúr fór fram undir leiðsögn hennar með aðstoð kennara …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár