Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Snorri leitar að ríkum og vondum bakhjörlum

Snorri Más­son, rit­stjóri Snorra Más­son­ar rit­stjóra, leit­ar nú að fjár­fram­lög­um frá „ríku og vondu fólki“ sem vill styðja við nýja fjöl­mið­il­inn hans sem ber heit­ið „Snorri Más­son rit­stjóri“. Hann seg­ir áskrif­end­ur að miðl­in­um hrann­ast inn.

Snorri leitar að ríkum og vondum bakhjörlum
Ritstjórinn Hér fer Snorri yfir málefni líðandi stundar með áskrifendum sínum með einkennismerkið á andlitinu: Glottið.

Snorri Másson fjölmiðlamaður hefur nú stofnað nýjan fjölmiðil: Snorra Másson ritstjóra. Snorri er eini starfsmaður miðilsins og er jafnframt ritstjóri hans. Hann vill með þessu gera sitt til þess að fylla í gat sem hann telur vera á fjölmiðlamarkaði með gagnrýnni umræðu blaðamanns sem viðurkennir að hann geti ómögulega verið hlutlaus. 

„Blaðamenn sem ætla að vera hlutlausir þurfa bara að tjá sig í gegnum aðrar leiðir, með því að velja viðmælendur og áherslur,“ segir Snorri.

Ef þeir ætla ekki að segja: „Þetta frumvarp er ömurlegt“ þá finna þeir einhvern til þess að segja það, í stað þess að segja bara sjálfir: „Þetta frumvarp er ömurlegt.“

Snorri ætlar sér því ekkert að skafa af skoðunum sínum á málefni líðandi stundar, sérstaklega í gegnum það sem hann kallar „málefnalegar persónuárásir“. 

„Mér líður aldrei sérlega vel með það þegar ég er að hjóla í fólk, ég gerði það stundum í Íslandi í dag. Svo hugsa ég: „Fólk þarf á þessu efni að halda.“ Þetta er ákveðin þjónusta,“ segir Snorri sem vill mjög gjarnan fá að vísa í Stefán G. Klettafjallaskáld í þessu samhengi.

„Mér er vel til allra manna en mér er meinilla við þá strauma sem sumir láta berast með.“

„Ég er ekki alveg jafn góður“

Verður þetta mikið þú að deila þinni sýn á frumvörp sem þér finnst ömurleg? 

„Ég hata náttúrulega Alþingi og mér finnst eiginlega allt leiðinlegt sem þar gerist. Ef mér finnst frumvörp ömurleg mun ég segja það,“ segir Snorri sem leggur þó áherslu á að hann muni ávallt hafa lögmál blaðamennskunnar að leiðarljósi og að hann sé ekki bundinn neinu ákveðnu pólitísku afli. 

„Ég held að það séu örlög fjölmiðlamannsins að starfa undir vondu ríku fólki. Ég myndi segja að mitt fyrirtæki sé miðað við marga aðra miðla mjög óháð vondu ríku fólki,“
Snorri Másson
ritstjóri Snorra Mássonar ritstjóra

„Ég er svolítið flókinn pólitískt séð, ég er ekki svona klassískur frjálslyndur góður vinstri maður sem er svona ráðandi fígúra á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Hann hefur tögl og hagldir á RÚV, Heimildinni, Vísi og Samstöðinni núna. Ég er svona aðeins flóknari. Mér líður ekki alveg jafn vel með alla þessa góðu málstaði. Ég kem aðeins úr annarri átt að þeim.“

FeðgarSnorri Másson, ristjóri Snorra Mássonar ritstjóra, og Már Snorrason 14 mánaða gamall. Hér undirbúa þeir feðgar það sem nú er orðið að veruleika: Snorra Másson ritstjóra.

Þú ert ekki alveg jafn góður? 

„Ég er ekki alveg jafn góður.“

Snorri Másson ritstjóri er fjármagnaður með áskriftargjöldum, um 2.000 krónum mánaðarlega kjósi fólk að fara þá leið, en Snorri kallar sömuleiðis á síðunni sinni eftir stærri styrkjum. 

„Á síðunni minni er hægt að gerast stofnmeðlimur og borga smá pening til þess að styrkja mig þar. Það væri mjög vel þegið ef eitthvað vont ríkt fólk væri til í það. Ég á ekki erfitt með að taka við pening frá vondu ríku fólki en það þýðir ekki heldur að ég muni segja allt sem vonda ríka fólkið vill að ég segi.“

Mætir örlögum sínum

En eitthvað af því kannski? 

Ef það laumar að mér einhverju sem ég er líka sammála þá get ég 100% sagt það.

Treystir þú þér samt til að vera nokkuð hlutlaus þó þú sért með vont ríkt fólk á bak við þig? 

„Ég held að það séu örlög fjölmiðlamannsins að starfa undir vondu ríku fólki. Ég myndi segja að mitt fyrirtæki sé miðað við marga aðra miðla mjög óháð vondu ríku fólki,“ segir Snorri sem er ekki að ráða til sín starfsfólk í bili en sér fyrir sér að þegar Snorri Másson ritstjóri verði að fjölmiðlaveldi gæti hann hætt að kenna miðilinn við sjálfan sig og breytt nafni miðilsins í hið smekklega og einfalda heiti: Ritstjóri.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Mér líst vel á þetta. Snorri virðist vera víðsýnn og sjálfstæður í hugsun. Veitir ekki af að fá mótvægi við einhliða og þrönga umfjöllun meginstraumsmiðlanna.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár