Sýningin hefur verið sex ár í vinnslu. Upphaf þeirrar vinnu hófst eftir að sumar okkar höfðu verið við nám í Rose Bruford College of Theatre and Performance, og gerðu eftir það sýningu sem byggði á sögu Lewis Carroll um Lísu í Undralandi,“ segir Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir jánkar því, en þær eru íslenski hluti leikhópsins sem telur alls sjö leikkonur frá Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Them“ var í stöðugri þróun í mörg ár. „Við vorum með vinnslusýningar víða, m.a. á Höfn í Hornafirði, Helsinki, Kaupmannahöfn, Reykjavík og London og alls staðar þróaðist verkið og varð hnitmiðaðra og beittara.“
Undirritaður hitti þær Bergdísi og Tinnu einn sólbjartan laugardagsmorgun um síðastliðin mánaðamót. Þær voru á kafi við undirbúning þátttöku Spindrift í Edinborgarhátíðinni sem hefjast skyldi innan skamms. Það má teljast til tíðinda að finnsk-íslenskur leikhópur sýni rúmlega tuttugu sýningar á jafn mikilvægri hátíð og hér um …
Athugasemdir