Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Auðvitað viljum við byltingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.

„Auðvitað viljum við byltingu“
Karlaveldið Verkið fjallar líka um konur sem verða að takast á við karllæg viðhorf. Mynd: Anna Maggy

Sýningin hefur verið sex ár í vinnslu. Upphaf þeirrar vinnu hófst eftir að sumar okkar höfðu verið við nám í Rose Bruford College of Theatre and Performance, og gerðu eftir það sýningu sem byggði á sögu Lewis Carroll um Lísu í Undralandi, segir Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir jánkar því, en þær eru íslenski hluti leikhópsins sem telur alls sjö leikkonur frá Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Them“ var í stöðugri þróun í mörg ár. Við vorum með vinnslusýningar víða, m.a. á Höfn í Hornafirði, Helsinki, Kaupmannahöfn, Reykjavík og London og alls staðar þróaðist verkið og varð hnitmiðaðra og beittara.

Undirritaður hitti þær Bergdísi og Tinnu einn sólbjartan laugardagsmorgun um síðastliðin mánaðamót. Þær voru á kafi við undirbúning þátttöku Spindrift í Edinborgarhátíðinni sem hefjast skyldi innan skamms. Það má teljast til tíðinda að finnsk-íslenskur leikhópur sýni rúmlega tuttugu sýningar á jafn mikilvægri hátíð og hér um …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár