Þóra Helgadóttir átti eins árs gamlan son þegar hún fór að velta fyrir sér hvað hún vildi rannsaka í meistaranámi sínu í fjármálum fyrirtækja. Vinkonur hennar voru líka með ung börn og voru farnar að finna fyrir löngum biðlistum leikskólanna á eigin skinni.
„Ég fékk þennan dagvistunarvanda ekki út úr hausnum á mér,“ segir Þóra, sem ákvað að einbeita sér að kostnaði foreldra við það að hafa ekki úrræði á vegum sveitarfélaga að loknu fæðingarorlofi.
Fæðingarorlof á Íslandi er alls 12 mánuðir en börnum er ekki tryggður réttur í lögum til þess að komast að á leikskóla að því loknu. Því tekur gjarnan við svokallað umönnunarbil, mánuðir eða jafnvel heilt ár, þar sem foreldrar þurfa að finna önnur dagvistunarúrræði en leikskóla fyrir börnin sín. Oft leita foreldrar til dagforeldra en biðlistarnir hjá þeim eru langir og því ekki öruggt að börnin komist að þar. Stundum geta ættingjar tekið við börnunum …
Það sem fjallað er um hér – sem og margt annað sem ekki eru í náðinni hjá Bjarna Ben – er okkar samfélagi til smánar!
Ef samfélagið er ekki fært um að standa sig, þá á það að styrkja þá sem þeir geta ekki þjónað, með beinu gjaldi sem því nemur, að viðbættu afleiddum kostnaði.
Öll borgum við skatta og útsvar að auki sem er tekju óháð.