Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.

Þóra Helgadóttir átti eins árs gamlan son þegar hún fór að velta fyrir sér hvað hún vildi rannsaka í meistaranámi sínu í fjármálum fyrirtækja. Vinkonur hennar voru líka með ung börn og voru farnar að finna fyrir löngum biðlistum leikskólanna á eigin skinni. 

„Ég fékk þennan dagvistunarvanda ekki út úr hausnum á mér,“ segir Þóra, sem ákvað að einbeita sér að kostnaði foreldra við það að hafa ekki úrræði á vegum sveitarfélaga að loknu fæðingarorlofi. 

Fæðingarorlof á Íslandi er alls 12 mánuðir en börnum er ekki tryggður réttur í lögum til þess að komast að á leikskóla að því loknu. Því tekur gjarnan við svokallað umönnunarbil, mánuðir eða jafnvel heilt ár, þar sem foreldrar þurfa að finna önnur dagvistunarúrræði en leikskóla fyrir börnin sín. Oft leita foreldrar til dagforeldra en biðlistarnir hjá þeim eru langir og því ekki öruggt að börnin komist að þar. Stundum geta ættingjar tekið við börnunum …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Lausnin á vanda foreldra er lengra fæðingarorlof. Hér eru foreldrar ungra barna vinnuafl sem atvinnulífið gjörnýtir. Ekki er nóg að byggja hús undir börn. Ef velferð barna væri í fyrirrúmi í íslensku samfélagi einblíndum við ekki á að koma þeim fyrir á stofnun allan sinn vökutíma frá 12 mánaða aldri. Ung börn eru háð umönnun fullorðins fólks og þurfa ekki síður en fuglsungar að vera undir væng foreldra þar til þau hafa þroska til að sjá um sínar frumþarfir: gengið, borðað sjálf, farið á salerni, notið samvista við önnur börn og óttast ekki aðskilnað við foreldra. Foreldrar ættu að vera búnir að koma barni á þann stað 24 mánaða. Ungt fólk hefur lítinn áhuga á kennaranámi. Velur frekar viðskiptafræði, hagfræði, stjórnmálafræði og lögfræði. Þessi fög eru kenndi í fleiri háskólum en menntunarfræði. Mikil samkeppni er um vinnu á þeim markaði. Enginn samkeppni er um kennarastarf í leik- og grunnskóla. Hvernig stendur á því? Tímin til kominn að rannsaka starfsval og hvaða ástæður liggja að baki því. Síðan þarf að vinna með þær niðurstöður og búa til betra samfélag fyrir börn.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Það rennur ómælt fé úr sjóðum okkar landsmanna ef þrengir örlítið að vegna ætlaðrar pestar, til ótrúlegustu aðila.
    Það sem fjallað er um hér – sem og margt annað sem ekki eru í náðinni hjá Bjarna Ben – er okkar samfélagi til smánar!
    Ef samfélagið er ekki fært um að standa sig, þá á það að styrkja þá sem þeir geta ekki þjónað, með beinu gjaldi sem því nemur, að viðbættu afleiddum kostnaði.
    Öll borgum við skatta og útsvar að auki sem er tekju óháð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár