Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ef börnum verður ekki breytt með ofbeldi, verður þeim ekki breytt með fræðslu

Sér­fræð­ing­ar í hinseg­in fræð­um kryfja at­burði síð­ast­lið­inna daga og að­drag­and­ann að því, sem hef­ur átt sér stað bæði hér heima og er­lend­is. Þetta eru þær Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir pró­fess­or, Arna Magnea kenn­ari, Birta Ósk Hönnu­dótt­ir meist­ara­nemi og Jessica Lynn, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um trans fólks. Þær segja íhaldsöfl standa frammi fyr­ir vanda og þá þurfi að leita að blóra­böggl­um.

Ef börnum verður ekki breytt með ofbeldi, verður þeim ekki breytt með fræðslu
Bakslagið beinist helst að trans fólki Birta ÓskHönnudóttir, Arna Magnea Danks, Gyða Margrét Pétursdóttir og Jessica Lynn sátu klukkustundum saman við hringborð að ræða, meðal annars, hinsegin bakslagið, hvenær það byrjaði, hvaðan það kemur og að hverjum það beinist helst. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Arna Magnea Danks, trans baráttukona og fræðari, segist eiga tíu blaðsíður af hatursskilaboðum sem hún hefur safnað yfir aðeins fjögurra mánaða tímabil. „Þetta eru skilaboð þar sem er verið að tala um að ég sé ógeð og viðbjóðsleg og ég sé ekki kona og það ætti ekki að leyfa mér að kenna og það ætti ekki að leyfa mér að vera í kringum börn og að það eigi að taka börnin af mér,“ segir Arna í samtali við blaðakonu og bætir við: „Þetta eru bara skilaboðin sem ég hef fengið frá fólki undir nafni.“ 

Arna var stödd við hringborð á veitingastað í miðbænum ásamt Jessicu Lynn, trans baráttukonu og fræðara, Gyðu Margréti Pétursdóttur, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Birtu Ósk Hönnudóttur, mastersnema í kynjafræði og trans rannsakanda og aktívista. Þær voru nýkomnar af fyrirlestri Jessicu í háskólanum: Nýtt upphaf. Jessica hefur á undanförnum árum ferðast víða um heim, …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    Mér er svo yfirgengilega heitt í hamsi vegna hatursorðræðunnar og forréttinda blindunnar (sem ég þori nú ekki að segja að ég sé alveg laus við en það má alltaf hrista upp í sér og mikilvægt að nota öll tækifæri til þess) . Ég er af þeirri kynslóð þar sem þöggunin ríkti og það sem ekki var talað um var ekki til. Sem betur fer hafa mér gefist ýmis tækifæri til að hrista upp í blekkingunni sem ég og mín kynslóð ólst upp við og tengist margbreytileiki fólks. Lengi vel sat ég hjá og tók þar með þátt í og styrkti þöggunina. N'u er ég viss um að það er ekki nóg að segja kurteislega að maður hafi frjálslynd viðhorf til manna og málefna og fordæmi engan. Fræðsla er mikilvægt vopn í baráttunni gegn mannfyrirlitningu og ég skora á alla að taka höndum saman og beita sér gegn hatri, ofbeldi og óhróðri gegn þeirri fegurð sem felst í margbreytileika mannskepnunnar. Rödd þeirra sem fagna margbreytileikanum þarf að ná nægilegum slagkrafti til að kveða niður firruna sem felst í því að telja sig hafa rétt til að fordæma fólk fyrir að vera mannlegt og margvíslegt.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu