Arna Magnea Danks, trans baráttukona og fræðari, segist eiga tíu blaðsíður af hatursskilaboðum sem hún hefur safnað yfir aðeins fjögurra mánaða tímabil. „Þetta eru skilaboð þar sem er verið að tala um að ég sé ógeð og viðbjóðsleg og ég sé ekki kona og það ætti ekki að leyfa mér að kenna og það ætti ekki að leyfa mér að vera í kringum börn og að það eigi að taka börnin af mér,“ segir Arna í samtali við blaðakonu og bætir við: „Þetta eru bara skilaboðin sem ég hef fengið frá fólki undir nafni.“
Arna var stödd við hringborð á veitingastað í miðbænum ásamt Jessicu Lynn, trans baráttukonu og fræðara, Gyðu Margréti Pétursdóttur, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Birtu Ósk Hönnudóttur, mastersnema í kynjafræði og trans rannsakanda og aktívista. Þær voru nýkomnar af fyrirlestri Jessicu í háskólanum: Nýtt upphaf. Jessica hefur á undanförnum árum ferðast víða um heim, …
Athugasemdir (1)