„Það er eins og pottlokið sé farið af en það er búið að krauma og sjóða ansi lengi,“ segir Arna Magnea Danks, 53 ára trans kona, um þá hatursfullu umræðu um hinsegin fólk, sér í lagi trans fólk, sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu.
En Arna er ekki bara trans kona; hún er móðir, leikkona, áhættuleikstjóri, grunnskólakennari og meistaranemi. Hún er baráttukona, talar skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks en hefur að undanförnu ekki síst þurft að tala skýrt fyrir eigin tilvist; ráðist er á hana persónulega á samfélagsmiðlum og hún nafngreind þar sem reynt er að niðurlægja hana og henni jafnvel óskað dauða.
Kom út úr skápnum 47 ára
„Ég ólst upp við töluvert ofbeldi. Eins ömurlegt og það er þá er ekkert af því sem þetta fólk segir neitt sem ég hef ekki fengið að heyra áður. Ég er líka að verða svolítið ónæm fyrir hatrinu. Ég hef fengið …
Þá væri kannski réttast að Arna þessi væri ekki að fara um alla samfélagsmiðla og saka fólk um hatur, ofbeldi, að vera nasistar og þaðan af verra. Ég held að sú taktík sé ekki í samræmi við þetta yfirlýsta markmið. Það sé frekar gert til að fá stundarfróun sem fæst með því að refsa fólki.