Við horfum aftan á tvo gesti National Gallery í London sem standa frammi fyrir einu þekktasta málverki Vincents van Goghs, mynd af sólblómum í vasa sem hann málaði árið 1888 til að skreyta heimili sitt í aðdraganda komu vinar síns, Paul Gauguin, til Arles. Ungu konurnar tvær eru klæddar hvítum stuttermabolum með mynd af hauskúpum. Áður en við vitum af hafa þær skvett úr tveimur dósum af tómatsúpu yfir sólblómin. Þessi sýn vekur vafalaust upp ónotatilfinningu hjá mörgum sem horfa á. Í myndbandinu heyrist líka í gestum lýsa undrun sinni, einn þeirra hrópar af skelfingu yfir athæfinu og loks er kallað á öryggisverði. Allt tekur þetta innan við tíu sekúndur.
Konurnar tvær, sem eru aðgerðasinnar og tilheyra hreyfingunni Just Stop Oil, hópi sem berst aðallega gegn áframhaldandi olíuvinnslu, líma sig fasta við vegginn. „Hvort er meira virði, listin eða lífið? Er hún meira virði en matur? Meira virði en réttlæti? …
Athugasemdir