Margrét Pálsdóttir var 10 ára gömul þegar hún flutti út úr venjulegu tvíbýlishúsi inn í verbúð í Grindavík ásamt foreldrum sínum og fjórum systkinum rétt fyrir jólin árið 1965. Faðir hennar, Páll Hreinn Pálsson, hafði þá keypt sjávarútvegsfyrirtækið Sævík í Grindavík og vélbátinn Vísi KE 70 með tveimur öðrum. Fiskverkun fyrirtækisins var á neðri hæð hússins sem fjölskyldan bjó í í um tvö ár með verkafólki, mest frá Grænlandi og Færeyjum.
„Magga, hvernig læturðu bjóða þér þetta?“ spurðu kynsystur Margrétar Sighvatsdóttur, eiginkonu Páls, hana. Eiginmaðurinn skipti ekki yfir í jakkaföt og stresstösku við það að eignast fyrirtæki, heldur hélt sig í slorgallanum.
Þetta var á fyrstu árum sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis, þegar oft var tvísýnt um framtíð þess, svo tvísýnt að Margrét yngri man eftir því að jafnvel fjölskyldusjónvarpið hafi verið í hættu þegar menn komu inn á heimili fjölskyldunnar vegna skulda og …
Athugasemdir