Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, situr í 184. sæti yfir tekjuhæstu Íslendinga síðasta árs. Hann er í 12. sæti yfir tekjuhæstu forstjórana með 8.540.659 krónur á mánuði og heildarárstekjur upp á 150.499.939 krónur. Kári segir það erfitt fyrir gamlan sósíalista að vera á hátekjulistanum þó að hann viti ekki hvað hann ætti að gera ef hann hefði enga byrði að bera. „Góður gamall sósíalisti á að vera að lepja dauðann úr skel. Mér hefur gjörsamlega mistekist að stýra lífi mínu þannig að það passi við hugmynd mína um heiminn. Þannig að þetta er býsna mikil byrði að bera.“
Aðspurður hvort hann hafi þurft að yfirstíga einhverjar sérstakar áskoranir til þess að komast á þann stað að vera á tekjulistanum segist Kári ekki vita hvað hann eigi að segja um þetta allt saman. Fyrst og fremst er Kári vísindamaður sem lifir í núinu og er ekki mikið fyrir framtíðardraumóra. „Það er …
BLESSUÐ SE MINNING HANS.