Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kári Stefánsson: „Menn í minni stöðu borga of lítið í opinber gjöld“

For­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar er hluti af eina pró­sent­inu á Ís­landi enda með 8.575.708 krón­ur í mán­að­ar­laun. Hann legg­ur áherslu á að meira eigi að fara í sam­neyslu. Sjálf­ur tel­ur Kári sig ekki hafa lagt mik­ið af mörk­um til sam­fé­lags­ins og seg­ist alla tíð hafa ver­ið eig­in­gjarn og sjálf­mið­að­ur ein­stak­ling­ur.

Kári Stefánsson: „Menn í minni stöðu borga of lítið í opinber gjöld“
Kári Stefánsson Forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar segir okkur búa í samfélagi þar sem skiptir máli að styðja við hvort annað. Mynd: Kristinn Magnússon

Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, situr í 184. sæti yfir tekjuhæstu Íslendinga síðasta árs. Hann er í 12. sæti yfir tekjuhæstu forstjórana með 8.540.659 krónur á mánuði og heildarárstekjur upp á 150.499.939 krónur. Kári segir það erfitt fyrir gamlan sósíalista að vera á hátekjulistanum þó að hann viti ekki hvað hann ætti að gera ef hann hefði enga byrði að bera. „Góður gamall sósíalisti á að vera að lepja dauðann úr skel. Mér hefur gjörsamlega mistekist að stýra lífi mínu þannig að það passi við hugmynd mína um heiminn. Þannig að þetta er býsna mikil byrði að bera.“ 

Aðspurður hvort hann hafi þurft að yfirstíga einhverjar sérstakar áskoranir til þess að komast á þann stað að vera á tekjulistanum segist Kári ekki vita hvað hann eigi að segja um þetta allt saman. Fyrst og fremst er Kári vísindamaður sem lifir í núinu og er ekki mikið fyrir framtíðardraumóra. „Það er …

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Þu hefur bersynilega fengið mikið af genum fra föður þinum.
    BLESSUÐ SE MINNING HANS.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár