„Við getum farið til baka, en okkur yrði líklegast kastað beint í fangelsi,“ segir Diana Burkot, liðskona Pussy Riot, spurð að því hvort hópurinn sé alfarinn frá Rússlandi. Það er Diana sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í þéttsetnu húsinu á Seyðisfirði hvar sveitin dvelur ásamt aðstoðarfólki sínu í kringum LungA, listahátíðar ungs fólks á Austurlandi. Hingað eru þær komnar til að koma boðskap sínum á framfæri. Raunar hafa þær verið í sömu erindagjörðum á löngu flakki sínu síðustu vikurnar, flakki sem líkja mætti við tónleikaferðalag en þær hafa sýnt verk sitt, Riot Days, víða um Evrópu. Það gerðu þær líka hér á Seyðisfirði á listahátíðinni sem fór fram um miðjan júlí.
Á leiðinni úr anddyrinu á jarðhæðinni og inn eftir húsinu rekumst við á mann og annan. Þarna er umboðsmaður sveitarinnar, Alexander Cheparukin, ásamt fjölskyldu sinni og áður en við tyllum okkur í borðstofunni á annarri hæð erum …
Athugasemdir