Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fluttu úr landi og fengu fyrr pláss á leikskóla

Á öll­um Norð­ur­lönd­un­um nema Ís­landi er börn­um tryggð­ur rétt­ur til leik­skóla­göngu þeg­ar fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýk­ur. Hér­lend­is bíða for­eldr­ar gjarn­an upp á von og óvon eft­ir leik­skóla­plássi í marga mán­uði eft­ir fæð­ing­ar­or­lof og eru dæmi um að þeir hafi flutt til Norð­ur­land­anna til þess að börn­in þeirra fái fyrr pláss á leik­skóla. „Millj­óna­þjóð­ir sinna þessu miklu bet­ur en við,“ seg­ir Anna Magnea Hreins­dótt­ir, að­júnkt við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands.

Ein af ástæðum þess að Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson létu síðasta haust verða af því að flytja til Danmerkur fyrir skiptinám Þorsteins var sú að þar fékk yngri sonur þeirra fyrr pláss á leikskóla en ella.

Þau bjuggu áður í Vesturbænum, þar sem dagmömmur eru ekki á hverju strái, og gerðu ekki ráð fyrir að fá pláss á leikskóla hérlendis fyrr en haustið 2023, þegar yngri sonur þeirra yrði tveggja ára gamall. Í Danmörku komst hann aftur á móti inn á leikskóla skömmu eftir að þau fluttu út, rétt rúmlega árs gamall. 

Úti að leikaSynir Ragnhildar Hólmgeirsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar.

Heimildin ræddi við íslenska foreldra sem hafa reynslu af íslenska leikskólakerfinu og því á öðrum Norðurlöndum. Þó að hvert foreldri hafi einungis reynslu af tveimur eða þremur leikskólum þá var ákveðinn samhljómur í svörum þeirra. Umönnunarbilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólapláss, var mun styttra á hinum Norðurlöndunum …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár