Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Morgunblaðssamstæðan tapaði 244 milljónum króna á síðasta ári

Sam­an­lagt tap á rekstri sam­stæð­unn­ar sem hverf­ist í kring­um Morg­un­blað­ið og tengda miðla frá því að ný­ir eig­end­ur tóku við henni 2009 er far­ið að nálg­ast þrjá millj­arða króna. Fram­kvæmda­stjóri skrif­ar tap­ið í fyrra á skyndi­legt brott­hvarf Frétta­blaðs­ins og verð­bólg­una.

Morgunblaðssamstæðan tapaði 244 milljónum króna á síðasta ári
Stærsti eigandinn Guðbjörg Matthíasdóttir og börn hennar eru stærstu einstöku eigendur Morgunblaðssamstæðunnar. Hún settist sjálf í stjórn Árvakurs í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

Þórsmörk, sem á útgáfufélag Morgunblaðsins og tengdra miðla, einu starfandi dagblaðaprentsmiðju landsins og dreifingarfyrirtækið Póstdreifingu, tapaði 244 milljónum króna á síðasta ári. Félagið hagnaðist um 186 milljónir króna á árinu 2021 en á því ári frestaði það hins vegar greiðslu á stað­greiðslu launa starfs­manna og tryggingagjaldi upp á alls 192,9 millj­ónir króna, eða fyrir rúmlega þá upphæð sem nam hagnaðinum. Um var að ræða vaxta­laust lán úr rík­is­sjóði sem veitt var vegna kórónveirufaraldursins sem þarf að end­ur­greið­ast að fullu fyrir mitt ár 2026. Greiðslur áttu að hefjast í fyrra. 

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Þórsmerkur og annars ritstjóra Morgunblaðsins, að það sem ýtt hafi rekstri félagsins í tap á síðasta ári hafi fyrst og fremst verið áhrifin af falli Fréttablaðsins, sem hætti þó ekki starfsemi fyrr en í marslok 2023, og verðbætur á lán vegna hækkandi verðbólgu. „Erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla átti vitaskuld sinn þátt í hvernig fór hjá Fréttablaðinu og skyndilegt brotthvarf þess hafði umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur samstæðunnar í fyrra. Ástæðan er sú að við áttum saman dreifingarfyrirtæki og Fréttablaðið var stór viðskiptavinur þess.“ 

Ársreikningur Þórsmerkur hefur ekki verið birtur í ársreikningaskrá Skattsins. Í fréttinni kemur fram að tekjur samstæðunnar hafi numið tæpum fimm milljörðum króna á árinu 2022 og að eignir samstæðunnar um síðustu áramót hafi verið tæpir 4,2 milljarðar króna. Það eru svipaðar tekjur og samstæðan hafði 2021, þegar þær voru rúmlega 4,9 milljarðar króna, en eignastaðan hefur stórbatnað á milli ára. Eignir Þórsmerkur voru 2,5 milljarðar króna í lok árs 2021 samkvæmt samstæðureikningi en eru metnar á 4,2 milljarða króna í lok árs 2022, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs fært í móðurfélagið

Dótturfélög Þórsmerkur; Árvakur, Landsprent og Póstdreifing, hafa heldur ekki skilað inn ársreikningi vegna síðasta árs til ársreikningaskráar. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, skil­aði hagn­aði upp á 110 millj­ónir króna á árinu 2021. Rekstr­ar­tap félags­ins var hins vegar 113 millj­ónir króna. Ástæðan fyrir hagn­að­inum fólst í hlut­deild í afkomu dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­laga, sem var jákvæð um 243 millj­ónir króna. Þar skipti lang­mestu hlut­­­deild í Lands­­­prenti, en hún var 196 millj­­­ónir króna á því ári. Án þess hagn­aðar sem Lands­prent, sem rekur einu starfandi dagblaðaprentsmiðju landsins, sýndi hefði Árvakur því verið rek­inn í tapi á árinu 2021. 

RitstjóriDavíð Oddsson var ráðinn annar ritstjóri Morgunblaðsins skömmu eftir að nýir eigendur tóku við útgáfunni á árinu 2009. Hann situr enn í þeim stól.

Árvakur er á meðal stærstu við­skipta­vina Lands­prents sem átti kröfur á tengd félög upp á 730,3 millj­ónir króna í lok árs 2021. Þær kröf­ur, sem voru á Árvak­ur, uxu um 410,2 millj­ónir króna á tveimur árum, frá byrjun árs 2020 og út árið 2021. Með því spar­aði Árvakur sér greiðslur tíma­bund­ið, en stórjók skuldir sínar við félag í sinni eig­u. 

Á hluthafafundi sem haldinn var 27. september í fyrra var ákveðið að færa Lands­prent út úr Árvakri og til móð­ur­fé­lags­ins Þórs­merk­ur. Í fund­ar­gerð stjórn­ar­fundar Þórs­merkur sagði að á sama tíma hafi verið sam­þykkt hluta­fjár­aukn­ing upp á 400 millj­ónir króna „sem þegar hefur verið sam­þykkt á árinu og greidd til félags­ins.“

Við skipt­ing­una lét Árvakur af hendi eignir sem metnar voru á 997 millj­ónir króna og skuldir upp á 721 milljón króna. Eignin sem færð var yfir var bók­fært virði Lands­prents. Skuldin sem fær­ðist yfir var að uppi­stöðu skuld Árvak­urs við Lands­prent, sem hefur vaxið gríð­ar­lega á síð­ustu árum.

Eftir skipt­ing­una fóru eignir Árvak­urs, sem á Morg­un­blað­ið, mbl.is og K100 og tengda miðla, úr tæp­lega 2,2 millj­arði króna í 1,2 millj­arð króna og eignir Þórs­merkur hækkuðu að sama skapi um tæpan millj­arð króna. 

Áætlað tekjutap um einn milljarður

Þórsmerkur-samstæðan átti svo Póstdreifingu, eina fyrirtækið á Íslandi sem ræður við að dreifa dag- eða vikublöðum, á móti Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, auk þess sem framkvæmdastjóri Póstdreifingar á hlut í því. Torg ákvað í byrjun árs 2023 að hætt yrði að dreifa Frétta­blað­inu inn á heim­ili fólks, líkt og gert hafði verið frá því að frí­blaðið var stofn­sett árið 2001. Með því að hætta dreif­ingu í hús áætlaði Torg að Póst­dreif­ing yrði af um einum millj­arði króna í tekjum á þessu ári, en heild­ar­tekjur þess fyr­ir­tækis voru um 1,7 millj­arðar króna árið 2021. 

Þessi ákvörðun var upphafið að endalokunum hjá Torgi, sem reyndi að dreifa Fréttablaðinu á fjölförnum stöðum á borð við matvöruverslanir og bensínstöðvar í staðinn. Lesturinn hrundi og Fréttablaðið hætti að koma út í lok mars. Torg lýsti sig gjaldþrota í byrjun apríl. Lýstar kröfur í búið voru 1,5 milljarðar króna en eignir eru taldar vera um 100 milljónir króna. Póstdreifing var ekki á meðal þeirra sem lýstu kröfum í búið. 

Himinháar afskriftir

Við­­­skipta­­­banki Árvak­­­urs, Íslands­­­­­banki, afskrif­aði um 3,5 millj­­­arða króna af skuldum félags­­­ins í aðdrag­anda þess að félagið var selt nýjum eig­enda­hópi undir hatti Þórsmerkur. Síð­­­­­ari lota afskrifta af skuldum Árvak­urs við bank­ann átti sér svo stað árið 2011 og var upp á einn millj­­­arð króna á þávirði. Þessar upphæðir eru mun hærri á núvirði.

Í maí 2019 var ákveðið að lækka hlutafé í Þór­s­­­­­mörk um einn millj­­­­­arð króna. Sam­­­­­kvæmt til­­­­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­­­­skráar var það gert til jöfn­unar á tapi. 

Við það lækk­­­­­aði hlutafé Þór­s­­­­­merkur úr 1,6 millj­­­­­arði króna í 606,6 millj­­­­­ónir króna. Það þýddi að eig­endur félags­­­­­ins hafa afskrifað millj­­­­­arð af því fjár­­­­­­­­­magni sem þeir settu inn í félag­ið. 

Kjarn­inn greindi frá því í mars í fyrra að hlutafé í Þór­s­­­mörk hafi verið aukið um 100 millj­­­ónir króna þann 31. jan­úar sama ár. Aðilar tengdir Ísfé­lagi Vest­­­manna­eyja og félag í eigu Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga greiddu stærstan hluta henn­­ar. 

Þetta var í þriðja sinn frá árinu 2019 sem nýtt hlutafé var sett inn í rekstur fjöl­miðla­­­sam­­­steypunnar til að mæta tap­­­rekstri henn­­­ar. Í byrjun árs 2019 var hluta­­­féð aukið um 200 millj­­­ónir króna. Kaup­­­­­fé­lag Skag­­­­­firð­inga og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­­sent þeirrar aukn­ing­­­ar. Sum­­­­­arið 2020 var hluta­­­féð aukið um 300 millj­­­ónir króna og kom allt féð frá þeim eig­enda­hópi sem var þegar til stað­­­ar. Að við­bættri þeirri hluta­fjár­­­aukn­ingu sem ráð­ist var í í upp­­­hafi árs 2021 hefur móð­­­ur­­­fé­lagi Árvak­­­urs því verið lagt til 600 millj­­­ónir króna frá byrjun árs 2019.

Milljarðatap og miklu fé dælt inn

Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstri Árvak­­urs í febr­­úar 2009 undir hatti Þór­s­­merkur og til loka árs 2020 hefur útgáfu­­­fé­lagið tapað yfir 2,7 millj­­­örðum króna. Eig­enda­hóp­­­ur­inn, sem hefur tekið ein­hverjum breyt­ingum á tíma­bil­inu, hefur nú lagt Árvakri til sam­tals tvo millj­­­arða króna í nýtt hluta­­­fé. 

Stærsti eig­and­inn er Guð­­­­björg Matt­h­í­a­s­dóttir og börn henn­­­­ar, í gegnum félögin Hlyn A og Ísfé­lag Vest­­­­manna­eyja. Sam­an­lagt á sá hópur 28 pró­­­­sent hlut. 

Næst stærsti eig­and­inn eru Íslenskar Sjá­v­­­­­ar­af­­­­urð­ir, í eigu Kaup­­­­fé­lags Skag­­­­firð­inga, með 19,5 pró­­­­sent eign­­­­ar­hlut.

Legalis, félag sem Sig­­ur­­björn Magn­ús­son, faðir Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og stjórn­­­ar­­for­­maður Þórsmerkur, veitir for­­stöðu á 13,9 pró­­sent. Félagið Í fjár­­­fest­ingar ehf., í eigu Katrínar Pét­­ur­s­dótt­­ur, for­­stjóra Lýs­is, og Gunn­laugs Sæv­­ars Gunn­laugs­­son­­ar, stjórn­­­ar­­for­­manns Ísfé­lags Vest­­manna­eyja, á 8,72 pró­­sent. Auk þess á Lýsi beint 2,96 pró­sent hlut. 

Félag Eyþórs Arnalds, Ramses II, á enn 12 prósent hlut en það keypti hlut Samherja í samstæðunni fyrir nokkrum árum síðan. Ramses II greiddi ekkert fyrir hlutinn, heldur fékk seljendalán. Það lán var svo afskrifað

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég held að Mogginn eigi ekki langa framtíð, lesendunum fækkar með annari hverri jarðarför og nýir koma ekki í staðinn. Enda hefur blaðið orðið í tíð Davíðs líkara dreifiriti sértrúarsöfnuðar heldur en fréttablaði, svo maður tali nú ekki um Moggabloggið sem er eins og endaþarmur samfélagsins og mætti alveg hverfa mín vegna. Menn uppskera eins og sáð er.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Svo vilja þessir auðkýfingar að þjóðin blóðgi
    hendur sínar á samningi við fjölda morðingjan Pútin.
    1
  • Þetta er nú meiri grauturinn
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár