Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Beið í 15 ár með forhúðaraðgerð

Það var í miðj­um kvöld­verði á veit­inga­stað í mið­bæ Reykja­vík­ur sem Hafliði Pét­urs­son byrj­aði að segja sína upp­á­halds­sögu. Sög­una af því þeg­ar hann lagð­ist und­ir hníf­inn á bekk lækn­is í Laug­ar­dal og fór í að­gerð­ina sem hann hafði hugs­að um í 15 ár. Við­stadd­ir sperrtu eyr­un. Það var ekki á hverj­um degi sem karl­mað­ur sagði frá að­gerð á getn­að­ar­limi.

Beið í 15 ár með forhúðaraðgerð
Léttur Aðgerðin er ekkert feimnismál fyrir Hafliða sem segir söguna af henni með innlifun. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Hafliði Pétursson var 16 ára þegar hann fór að velta því fyrir sér hvort hægt væri að laga forhúðina hans. Hún var þröng og olli honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði. Hann hafði aldrei heyrt talað um aðgerðir á forhúð en opnaði fartölvuna sína og sló upp á Google: „Þröng forhúð“ og komst að því að hann væri ekki eini maðurinn í heiminum í þessum vandræðum. 

En jafnvel þó að forhúðin truflaði hann dró hann það lengi að láta kíkja á typpið á sér. Hann hafði enda aldrei gert það áður og fannst tilhugsunin um að læknir færi að grandskoða það skrýtin.

Næstu fimmtán árin spáði hann því í þetta við og við. „En svo bara hringdi ég ekki,“ segir Hafliði. „Ég veit ekki af hverju.“

Betra að kíkja til læknis fyrr en seinna

Það getur skipt sköpum fyrir fólk að leita sér læknisaðstoðar snemma ef áhyggjur vakna …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Ja þetta er þa eins og það a að vera, þetta getur kallað a eitrun og sykingu, en þetta endaði bara vel með Læknisaðgerð.
    Norðmen sega Goðir Bellir Vaska sig sjalfir.-- Þa er att við að menn með Gott Tol, Njota meiri Kvennhili.
    0
  • Oddur Sigmundsson skrifaði
    Hetja!
    0
  • Sigurður Ólafsso skrifaði
    Mjög flott frásögn, takk fyrir.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár