Umsækjandi er ekki flóttamaður og skal synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi með vísan til útlendingalaga. Einnig skal synja umsækjanda um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Þegar systkinin Abir og Tarek fengu þessa niðurstöðu Útlendingastofnunar nýverið var það „eins og að verða fyrir eldingu“. Að heyra að þau væru ekki flóttamenn að mati stofnunarinnar, eftir að hafa flúið bæði Sýrland og Venesúela, orðið fyrir ránum og horft upp á lífsviðurværi sitt að engu verða, var svo mikið reiðarslag að þau eru enn að jafna sig. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hvernig ástandið í þessum löndum er,“ segir Abir. „Að við höfum að engu að hverfa í Venesúela. Eigum þar enga framtíð. Að ástandið hefur ekki batnað þótt einhverjar skýrslur segi það.“
Flestir vita að það er stríð í Sýrlandi en ef til vill ekki hvað hefur tekið við eftir að sviðsljós fjölmiðla færðist annað. Að þar …
Athugasemdir (2)