Andrúmsloftið í Hörpu er fullt af spennu þriðjudaginn 16. maí. Hljóðfæraleikarar spilar fagra en dramatíska tóna á annarri hæð á meðan fjölmiðlafólk á hæðinni fyrir neðan keppist um að ná sem bestri staðsetningu fyrir viðtöl.
Biðin eftir leiðtogunum minnir því svolítið á atriðið í kvikmyndinni Titanic þegar að hljómsveit skipsins spilaði róandi tóna á efstu hæð á meðan að almúginn hljóp um í stjórnleysi á hæðinni fyrir neðan.
Auðvitað endar þessi ráðstefna þó töluvert betur en ástarsagan frá 1998, og óveraldleg eyru Íslendingsins eru óvön slíkri tónlist nema aðeins í kvikmyndum. „Það er svo róandi að hafa þessa tónlist hérna, ég dýrka það,“ segir starfsmaður Hörpu á hlaupum þegar hún mætir hóp af svartklæddum félögum sínum. Þau taka undir með henni en arka svo rakleiðis áfram í átt að næsta verkefni sem þarf að leysa.
„En hver er hann?!“
Einn af öðrum tínast leiðtogarnir inn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur á …
Athugasemdir