Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Allar upplýsingar úr fyrirtækjaskrá eiga að fást án endurgjalds

Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­ið er að end­ur­skoða reglu­gerð um gjald­töku fyr­ir­tækja­skrár, hluta­fé­laga­skrár og sam­vinnu­fé­laga­skrár, eft­ir að um­boðs­mað­ur Al­þing­is komst að þeirri nið­ur­stöðu að upp­lýs­ing­arn­ar sem þar er að finna ættu að vera að­gengi­leg­ar án end­ur­gjalds, lög­um sam­kvæmt.

Allar upplýsingar úr fyrirtækjaskrá eiga að fást án endurgjalds
Skatturinn Svo virðist sem Skatturinn verði af töluverðum tekjum, ef reglugerð verður breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis. Mynd: Skatturinn

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að vera hægt að nálgast allar upplýsingar sem finna má í fyrirtækjaskrá án endurgjalds. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns, sem birt var undir lok aprílmánaðar.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur þegar hafið vinnu við að endurskoða gildandi reglugerð um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár til samræmis við þau sjónarmið sem koma fram í áliti umboðsmanns, samkvæmt skriflegu svari sem Heimildin hefur fengið frá ráðuneytinu.

Ráðuneytið segist einnig hafa fundað með skráarsviði Skattsins um málið og samráð verði haft við stofnunina við endurskoðun reglugerðarinnar. Frá Skattinum fær Heimildin þau svör að málið sé í skoðun.

Ef allar upplýsingar sem finna má í fyrirtækjaskránni yrðu aðgengilegar án endurgjalds yrði það nokkuð mikil breyting fyrir þá sem vilja sækja sér upplýsingar um íslenskt viðskiptalíf frá því sem nú er eða fyrirtæki sem vilja miðla þessum upplýsingum á sínum eigin vettvangi.

Í dag er einungis hægt að nálgast svokallaðar grunnupplýsingar úr fyrirtækjaskránni án endurgjalds, en það eru upplýsingar sem eru í skránni á grundvelli laga um fyrirtækjaskrá.

Hins vegar þarf að greiða sérstaklega fyrir að nálgast upplýsingar sem eru í fyrirtækjaskrá á grundvelli annarra lagabálka, t.d. laga um hlutafélög og einkahlutafélög.

Ýmist er hægt að fá upplýsingarnar frá Skattinum gegn greiðslu, eða sækja þær frá fyrirtækjum á borð við Creditinfo og Keldunni, sem greiða Skattinum fyrir að fá að hafa milligöngu um miðlun þessara upplýsinga.

Fyrirtæki kvartaði yfir túlkun Skatts og ráðuneytis

Álit umboðsmanns er til komið vegna kvörtunar sem kom inn á hans borð vegna samskipta ónafngreinds fyrirtækis við Skattinn og svo atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árið 2021. Fyrirtækið hafði þann skilning að með breytingum sem gerðar voru á lögum um fyrirtækjaskrá árið 2017 hefði átt að opna á gjaldfrjálsan aðgang að öllum upplýsingum sem eru í fyrirtækjaskrá.

Skatturinn var ekki á sama máli og taldi einungis áðurnefndar grunnupplýsingar eiga að vera gjaldfrjálsar. Ráðuneytið lýsti sig svo sammála túlkun Skattsins í bréfi til fyrirtækisins. Í kjölfarið sendi þetta fyrirtæki kvörtun til umboðsmanns Alþingis.

Í áliti umboðsmanns er farið í ítarlegu máli yfir það hvernig afstaða Skattsins og ráðuneytisins sé að mati umboðsmanns ósamrýmanleg lögum.

Vilji löggjafans að allar upplýsingar yrðu gjaldfrjálsar

Þar kemur m.a. fram að ekki megi ráða af lögskýringargögnum að þegar Alþingi breytti lögum um fyrirtækjaskrá árið 2017 hafi verið gerður fyrirvari um að þær upplýsingar sem væru í fyrirtækjaskrá á grundvelli annarra lagabálka ættu að vera undanskyldar því sem þar segir, að engin gjaldtaka skuli vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og að allar upplýsingar skuli birtast í rafrænni uppflettingu.

„Engin gjaldtaka skal þó vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og skulu allar upplýsingar birtast í rafrænni uppflettingu“
Úr lögum um fyrirtækjaskrá
nr. 17/2003

Skatturinn og ráðuneytið túlkuðu orðalagið „allar upplýsingar“ í þessari lagagrein á þann hátt að þar væri einungis vísað til þeirra grunnupplýsinga sem eru í fyrirtækjaskránni á grundvelli laga um fyrirtækjaskrá. Það sagði umboðsmaður að stæðist ekki.

Umboðsmaður segir m.a. í áliti sínu að lögskýringargögn gefi til kynna að Alþingi hafi verið „fyllilega ljóst að samþykkt frumvarpsins hefði í för með sér umtalsvert tap á sértekjum ríkisskattstjóra af gjaldtöku vegna aðgangs að upplýsingum úr fyrirtækjaskrá“, þó að áætlaður heildarkostnaður vegna lagabreytingarinnar hafi verið nokkuð á reiki við meðferð málsins á Alþingi. 

Ríkisskattstjóri sagði í umsögn sinni við lagafrumvarpið, sem kom frá þingflokki Pírata, að kostnaðurinn yrði 200 milljónir króna á ári, vegna tapaðra tekna og kostnaðar við að halda úti kerfi til að birta þessar upplýsingar rafrænt.

Einn flutningsmanna frumvarpsins, Smári McCarthy, sagði hins vegar í þingræðu að bæta þyrfti Skattinum 20 milljóna króna tekjutap vegna samþykktar málsins. 

Þrátt fyrir að ætlaður kostnaður hafi verið á reiki í umræðum um málið, telur umboðsmaður að ekki nokkur fyrirvari hafi verið gerður við meðferð málsins vegna þessa eða um áframhaldandi gjaldtöku fyrir aðgang að tilteknum upplýsingum úr fyrirtækjaskrá.

Umboðsmaður bendir á að ef svo hefði verið hefði Alþingi verið í lófa lagið að orða lagabreytinguna með þeim hætti að að stjórnvöldum yrði veitt meira eða minna svigrúm til gjaldtöku fyrir rafræna uppflettingu.

Málið var samþykkt í mikilli sátt á þingi, en 62 þingmenn sögðu já og einn var fjarverandi. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagðist í þingræðu við atkvæðagreiðslu telja að verið væri að stíga ágætt skref, sem myndi örugglega leiða til þess að viðskiptalífið yrði aðeins heilbrigðara, opnara og aðgengilegra.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár