Byggingariðnaður nútímans er einnota. Þegar byggingar hafa þjónað sínum tilgangi eru þær gjarnan jafnaðar við jörðu. Múrbrot, spýtnabrak og annar mulningur er keyrður á haugana svo að nýtt geti komið í staðinn. Þetta finnst danska arkitektinum Anders Lendager ótækt, en hann hefur sérhæft sig í endurnýtingu byggingarefnis. Byggingaraðferðir hans byggja á því að taka í sundur, frekar en að rífa niður, gamlar byggingar, og endurbyggja úr þeim nýjar byggingar. Með þessu tekst honum að draga úr magni úrgangs frá iðnaðinum, jafnframt því sem þörf á nýju byggingarefni verður minni. Lendager segir að með slíkum aðferðum sé hægt að draga töluvert úr kolefnisspori byggingariðnaðarins, en sementsframleiðsla veldur 7 prósent af allri losun koltvísýrings í heiminum og hvert tonn af framleiddu stáli losar um 1.800 kg af Co2.
Meðal verkefna Lendagers er byggingin …
Athugasemdir (1)