Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Endurnýtir heilu byggingarnar

„Þið þurf­ið ekki að flytja inn efni úr öll­um heims­horn­um, þið þurf­ið bara að fókusera á það sem þið haf­ið hér,“ seg­ir danski arki­tekt­inn And­ers Lenda­ger. Lenda­ger var frum­mæl­andi á mál­stofu um sjálf­bærni í mann­virkja­gerð á veg­um Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Hann hef­ur end­ur­nýtt heilu bygg­ing­arn­ar og að­ferð­ir hans hafa vak­ið tölu­verða at­hygli.

Endurnýtir heilu byggingarnar
Sjálfbærni Anders Lendager arkitekt var frummælandi á málstofu á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar undir yfirskriftinni „grænt stökk í mannvirkjagerð“. Mynd: Maria Albrechtsen Mortensen

Byggingariðnaður nútímans er einnota. Þegar byggingar hafa þjónað sínum tilgangi eru þær gjarnan jafnaðar við jörðu. Múrbrot, spýtnabrak og annar mulningur er keyrður á haugana svo að nýtt geti komið í staðinn. Þetta finnst danska arkitektinum Anders Lendager ótækt, en hann hefur sérhæft sig í endurnýtingu byggingarefnis. Byggingaraðferðir hans byggja á því að taka í sundur, frekar en að rífa niður, gamlar byggingar, og endurbyggja úr þeim nýjar byggingar. Með þessu tekst honum að draga úr magni úrgangs frá iðnaðinum, jafnframt því sem þörf á nýju byggingarefni verður minni. Lendager segir að með slíkum aðferðum sé hægt að draga töluvert úr kolefnisspori byggingariðnaðarins, en sementsframleiðsla veldur 7 prósent af allri losun koltvísýrings í heiminum og hvert tonn af framleiddu stáli losar um 1.800 kg af Co2.

AuðlindaraðhúsiðÚtveggir Resourcerækkene eru klæddir endurnýttum múrsteinsflekum og glerkofarnir á þakinu eru smíðaðir úr endurnýttum gluggum.

Meðal verkefna Lendagers er byggingin …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Eins og segir í greininni er Norður Ameríska sóunarviðhorfið alltof inngróið í okkur hér í þessu innflutnings og verktaka samfélagi. Við erum svo hlíðin buddumenningunni þrátt fyrir botnlausa dýrtíð og stanslausa sóun að það hálfa væri nóg, að framleiða t.d. ál, flytja það út sem dæmi í framleiðslu á gluggum, flytja gluggana inn fyrir byggingariðnaðinn og flytja þá svo út aftur til förgunar þegar svo kallaður líftími byggingar er búin er náttúrulega galið, þetta er því miður okkar þröngsýna viðhorf og hlýðni gagnvart verktökum og heildsölum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár