Tæpur áratugur er liðinn frá því að Borgartún var endurhannað, meðal annars með það fyrir augum að bæta aðstæður fyrir hjólreiðar. Þrátt fyrir það forðast sumir sem reglulega hjóla um borgina að fara um stígana í Borgartúni ef þeir komast hjá því og leggja jafnvel lykkju á leið sína, til að komast hjá því að lenda í því sem Kristján Finnsson varð fyrir í síðustu viku.
Kristján var þá á hjólinu með dóttur sína í eftirdragi, á leið gegnum Borgartún í dagvistun og vinnu, er stórum pallbíl var ekið á hann. „Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi,“ segir Kristján við Heimildina, en þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta sinn sem ekið er á hann í Borgartúninu hefur hann margoft lent í því að þurfa að nauðhemla á hjólinu vegna bíla sem sveigja yfir hjólastíginn.
Kristján var á leið í vesturátt og pallbíllinn líka, er bíllinn ók …
Athugasemdir (3)