Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búinn að bíða eftir að það yrði ekið á hann

Kristján Finns­son var á leið til vinnu með dótt­ur sína í eft­ir­dragi þeg­ar stærð­ar­inn­ar pall­bíll þver­aði hjóla­stíg í Borg­ar­túni fyr­ir­vara­laust. Feðg­in­in sluppu vel frá slys­inu. Kristján hjól­ar göt­una reglu­lega og hef­ur oft þurft að forða árekstri. Hann kall­ar eft­ir auk­inni með­vit­und öku­manna.

Tæpur áratugur er liðinn frá því að Borgartún var endurhannað, meðal annars með það fyrir augum að bæta aðstæður fyrir hjólreiðar. Þrátt fyrir það forðast sumir sem reglulega hjóla um borgina að fara um stígana í Borgartúni ef þeir komast hjá því og leggja jafnvel lykkju á leið sína, til að komast hjá því að lenda í því sem Kristján Finnsson varð fyrir í síðustu viku.

Kristján var þá á hjólinu með dóttur sína í eftirdragi, á leið gegnum Borgartún í dagvistun og vinnu, er stórum pallbíl var ekið á hann. „Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi,“ segir Kristján við Heimildina, en þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta sinn sem ekið er á hann í Borgartúninu hefur hann margoft lent í því að þurfa að nauðhemla á hjólinu vegna bíla sem sveigja yfir hjólastíginn.

Kristján var á leið í vesturátt og pallbíllinn líka, er bíllinn ók …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÖIJ
    Össur Ingi Jónsson skrifaði
    Að banna vinstri beygjur úr innkeyrslum í Borgartúni myndi gera það margfallt öruggara. Bílar sem valda veseni þarna eru alltaf að taka vinstri beygjur. Þeir þurfa að stoppa á miðjum hjólastígnum til að sjá og bíða svo heillengi eftir færi á báðum akreinum. Besta er svo að vinstri beygjur eru algjör óþarfi í Borgartúninu útaf öllum hringtorgunum. Hjóla persónulega alltaf á götunni þegar ég fer Borgartúnið. Finnst ég ekki öruggur á þessum stígum.
    2
  • Guðný Bjarnadóttir skrifaði
    Ég hef lent í nákvæmlega þessu sama í Borgartúni, var á hjóli og bíll kom samsíða mér og beygði fyrirvaralaust í veg fyrir mig.
    1
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Á þeim áratugum sem ég hef hjólað hér í borginni hefur tillitssemi ökumanna í minn garð snaraukist. Það svo mjög að núna er aðalumkvörtunarefnið fíflagangur í nafni tillitssemi eins og að stoppa inni á gatnamótum á grænu beyjuljósi til að hleypa mér yfir á rauðu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár