Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bílstjóri rútu virðist ekki hafa hitt rétt á brú

Rúta með fimmtán manns inn­an­borðs valt út af brúnni á Vind­heima­vegi yf­ir Hús­eyj­arkvísl í Skaga­firði í gær. Sex manns voru flutt­ir á sjúkra­hús en hlúð að öðr­um í hús­næði Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í Varma­hlíð.

Bílstjóri rútu virðist ekki hafa hitt rétt á brú
Verðmætum bjargað Björgunarsveitarmenn úr Varmahlíð komu ferðafólkinu í fjöldahjálparstöð og björguðu síðan farangri þeirra úr rútunni. Mynd: Landsbjörg

Sex erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri um miðjan dag í gær eftir að rúta valt ofan í Húseyjarkvísl, á brúnni yfir ána á Vindheimavegi. Í rútunni voru fimmtán manns, flestir Bandaríkjamenn. Þeir sem fluttir voru á sjúkrahús kvörtuðu yfir eymslum, tognunum og hugsanlega beinbrotum. Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu.

Skjótt viðbragðFjórtán manns frá Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð komu að aðgerðinni á miðvikudaginn, ásamt lögreglu og sjúkraliði.

„Brúin er ekki breið en hann fer mjög hægt að henni, það var enginn gassagangur í því. Það var svolítið skrýtið að sjá þetta, einhvern veginn virðist rútan bara hafa dottið út af brúnni þegar hún kom inn á hana. Bílstjórinn virðist bara hitta illa inn á brúna og fara út af henni þess vegna,“ segir Þorsteinn Frímann Guðmundsson, varaformaður í Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð, sem kom að aðgerðum á svæðinu.

Slysstaðurinn er um átta kílómetra frá Varmahlíð en um 35 kílómetra frá Sauðárkróki þaðan sem lögregla og sjúkrabílar komu. Björgunarsveitarmenn komu hins vegar úr Varmahlíð og nágrenni og segir Þorsteinn að viðbragðið hafi verið fremur hratt. „Fólkið bar sig nú nokkuð vel, auðvitað var það skelkað, bæði við veltuna og eins að lenda ofan í ánni og fá á sig vatnið. Það voru allir komnir upp þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu en auðvitað var fólkið blautt og því kalt. Það bjargaði því hvað það var gott veður, sól og fimmtán stiga hiti.“ Spurður á hvaða ferðalagi rútan hafi verið segir Þorsteinn að hann telji líklegast að leiðinni hafi verið heitið upp að Reykjafossi sem er skammt í burtu og að Fosslaug, sem er heit náttúrulaug gegnt fossinum.

„Bílstjórinn virðist bara hitta illa inn á brúna og fara út af henni þess vegna“
Þorsteinn Frímann Guðmundsson
varaformaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð

Fólkinu fannst það í öruggum höndum

Þorsteinn Frímann Guðmundsson

Við slysið var hópslysaáætlun í Skagafirði virkjuð. Sá hluti hópsins, níu manns, sem ekki þurfti að flytja með sjúkrabílum á sjúkrahús, var fluttur í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð þar sem komið var upp fjöldahjálparmiðstöð. „Við komum þeim í þurr föt og teppi, buðum þeim upp á kaffi og mat og Rauði krossinn veitti áfallahjálp. Í þessu tilviki fólst það nú kannski fyrst og fremst í að ræða við fólk og dreifa huganum, því það urðu ekki alvarleg slys á fólki. Engu að síður er áfall að lenda í slysi eins og þessu. Það er líka bót í máli að fólkinu leið vel og fannst það í öruggum höndum,“ segir Þorsteinn.

Virðist hafa hitt illa á brúnaAðstæður voru hinar bestu á í gær, sól og 15 stiga hiti, svo að líkindum voru það ekki þær sem ollu slysinu.

Slysið varð um tvöleytið á í gær og að sögn Þorsteins stóð aðgerðin á vettvangi í um það bil tvo tíma, með því að koma fólkinu í skjól og bjarga verðmætum úr rútunni. Aðgerðin í heild sinni stóð hins vegar til níu að kvöldi, en þá var búið að koma öllu fólkinu í svefnstað á Akureyri og viðbragðsaðilar komnir heim.

Þorsteinn hefur starfað í björgunarsveitinni um áraraðir og var formaður hennar í yfir áratug, allt þar til síðasta vetur þegar hann færði sig í embætti varaformanns. Hann hefur því upplifað þá miklu fjölgun ferðamanna á landinu í störfum sínum. Spurður hvort að það hafi haft í för með sér aukningu á slysum af þessu tagi segir Þorsteinn að hann telji að slysum eins og því sem varð í gær hafi ekki fjölgað. „Við höfum fengið töluvert fleiri útköll þar sem ferðafólk lendir í vandræðum, vegna þess að það hefur fest bíla sína, farið út af og lent í vandræðum. Við erum hins vegar mjög meðvituð um það hversu mikil aukning er á umferð og þess vegna hafa verið gerðar hópslysaáætlanir sem hægt er að grípa til.“

Betur fór en á horfðistEkki urðu alvarleg slys á fólki en flytja þurfti sex manns á sjúkrahús.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár