Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einni áhrifaríkustu loftslagsaðgerðinni „mjög lítill gaumur gefinn“

Heild­ar­los­un á Ís­landi jókst um 6 pró­sent milli ár­anna 1990 og 2021 og er los­un frá land­notk­un þar mest áber­andi. All­ir vilja rækta skóg en end­ur­heimt vot­lend­is fær litla at­hygli – fyr­ir ut­an að um vægi henn­ar er rif­ist – þrátt fyr­ir að vera að­gerð sem skila myndi miklu.

Einni áhrifaríkustu loftslagsaðgerðinni „mjög lítill gaumur gefinn“

Hvort sem litið er til losunar á beinni ábyrgð Íslands eða heildarlosunar, þar sem landnýting og stóriðja eru meðtaldar, jókst hún á milli áranna 2020 og 2021. Heildarlosun hefur í raun aukist um 6 prósent frá viðmiðunarárinu 1990. Þar spilar losun frá uppþornuðu votlendi, mólendi eins og það heitir þá, stærstan þátt, eða rúmlega 60 prósentum í bókhaldsflokknum landnotkun og skógrækt. 

Framræsing votlendis síðustu áratugi hefur aukið á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Votlendi hefur hingað til verið ræst fram í ýmsum tilgangi, meðal annars til að búa til grösug tún eða land til einhvers konar ræktunar.

En mörg þessara grösugu túna eru ekki lengur nýtt sem slík, og sum hver hafa víst aldrei verið nýtt í þeim tilgangi. Þau hafa þó mörg hver ef til vill nýst sem hagabeit fyrir hross, að minnsta kosti annað veifið.

Upp, upp með skófluna

Það þótti þjóðþrifaverk á árum áður að grafa skurði og …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Það er skaði að blaðamaður hefur ekki haft samband við stjórn Votlendissjóðs og spurt hvers vegna hann liggur í dvala. Mér skilst að það strandi á því að vottunarferlar verði viðurkenndir og eins hlýtur að þurfa sérstakt leyfi til að nýta aðgerðir, sem snúa að landnotkun, á móti skuldbindingum um að draga úr losun sem telst undir beinni ábyrgð Íslands. Að þessum málum afgreiddum er augljóst að gefa allt í botn. Það hlýtur að vera hægt að fá bændur til að spila með upp á hlut í því sem sparast í heimildakaupum. Þurrmýrar eru hins vegar takmörkuð auðlind (og skógrækt sennilega líka), en með því að nýta þær má vinna tíma.
    0
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Takk fyrir frábærlega vel unna grein, Sunna Ósk. Þurfum að hvetja sveitarstjórnarfólk til að fylgja lögunum eftir, samanber: „Votlendi nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og því má ekki raska nema að brýna nauðsyn beri til. En í dag er ekkert eftirlit með framræslu og ekki gripið til neinna viðurlaga, segir Jóhann. Eftirlitið er á höndum sveitarfélaga sem hafi lítið sinnt því hlutverki sínu. „Menn komast því í raun upp með að ræsa land fram eins og þeim hentar, oft undir því yfirskini að verið sé að hreinsa eldri skurði.”
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár