Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðið á bensíni lækkar mun hægar en innkaupaverð olíufélaganna

Álagn­ing ís­lensku olíu­fé­lag­anna á hvern seld­an bens­ín­lítra er nú um 17,2 pró­sent eft­ir að hafa ver­ið nokk­uð stöð­ugt í kring­um 20 pró­sent frá síð­asta hausti. Í fyrra­sum­ar var hún í kring­um tíu pró­sent.

Verðið á bensíni lækkar mun hægar en innkaupaverð olíufélaganna

Í lok janúar í fyrra, skömmu áður en stríðið í Úkraínu skall á, var viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi 266,9 krónur á lítra. Í kjölfar stríðsins rauk heimsmarkaðsverð á olíu upp. Frá janúarlokum og fram í byrjun júnímánaðar 2022 hækkaði það um 30,8 prósent. Viðmiðunarverðið á bensínstöðvum á Íslandi hækkaði nánast í sama takti. 

Síðan um mitt ár í fyrra og fram til dagsins í dag hefur heimsmarkaðsverð á tunnu af hráolíu lækkað um 30 prósent. Það er nú orðið lægra en það var fyrir stríð. Sama má segja um innkaupaverð íslensku olíufélaganna á olíu, sem ákvarðast einkum af heimsmarkaðsverði og gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal.

Viðmiðunarverð á seldum bensínlítra á Íslandi hefur hins vegar ekki haldið í við þessa þróun. Það hefur einungis lækkað um 8,3 prósent. Smásöluverð á seldum lítra af bensíni á Íslandi er enn 17 prósent hærra en það var í upphafi árs í fyrra, þrátt fyrir …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvergi nema á Íslandi fær fákeppnis-fyrirtæki að hafa frjálsa álagningu á vöru og þjónustu, það er fullt tilefni fyrir samkeppnisstofnun af þessu tilefni að rannsaka hvort nýtt samráð olíufélagana sé til staðar, já eða hætti gamla samráðið aldrei og lifir góðu lífi og malar á kostnað neytanda, svo það sé sagt þá hefur nýfrjálshyggju-fólkið fjársvelt samkeppnisstofnun líkt og annað eftirlit í landinu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár