Í lok janúar í fyrra, skömmu áður en stríðið í Úkraínu skall á, var viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi 266,9 krónur á lítra. Í kjölfar stríðsins rauk heimsmarkaðsverð á olíu upp. Frá janúarlokum og fram í byrjun júnímánaðar 2022 hækkaði það um 30,8 prósent. Viðmiðunarverðið á bensínstöðvum á Íslandi hækkaði nánast í sama takti.
Síðan um mitt ár í fyrra og fram til dagsins í dag hefur heimsmarkaðsverð á tunnu af hráolíu lækkað um 30 prósent. Það er nú orðið lægra en það var fyrir stríð. Sama má segja um innkaupaverð íslensku olíufélaganna á olíu, sem ákvarðast einkum af heimsmarkaðsverði og gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal.
Viðmiðunarverð á seldum bensínlítra á Íslandi hefur hins vegar ekki haldið í við þessa þróun. Það hefur einungis lækkað um 8,3 prósent. Smásöluverð á seldum lítra af bensíni á Íslandi er enn 17 prósent hærra en það var í upphafi árs í fyrra, þrátt fyrir …
Athugasemdir (1)