Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir er bú­in að fá nóg af lög­regl­unni og ósk­ar eft­ir áheyrn og virð­ingu gagn­vart sér og dótt­ur henn­ar heit­inn­ar frá lög­reglu­embætt­inu.

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“
Óskar eftir áheyrn og virðingu Sigurlaug Hreinsdóttir spyr hvort lögreglan beri ekki virðingu fyrir eftirlitinu? Tíu mánuðir eru síðan Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ger­ði fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í hvarfi dóttur hennar og bein­di til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekkert ber á breyttum verklagsreglum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Sigurlaugu Hreinsdóttur féllust hendur í vikunni þegar hún sá viðtal við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, á Vísi þar sem hann „notar nafn dóttur minnar í annarlegum tilgangi,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu. 

Í umræddri frétt er fjallað um að efla eigi öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Sigurlaugu blöskrar fyrirsögn fréttarinnar. 

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í dag.  

Sigurlaug var í viðtali við Stundina, annars fyrirrennara Heimildarinnar, í nóvember þar sem hún sagði lögregluna hafa brugðist þegar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir sex ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gerði fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og beindi til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina.

Ekkert borið á breyttum verklagsreglum

Tíu mánuðir eru nú liðnir frá ákvörðun nefndarinnar og ekkert ber á breytingu á verklagsreglum. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug, sem segir framkomu lögreglunnar við hana byggjast ekki síst á því að hún hlustaði ekki á hana. 

„Hún hélt að hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði,“ segir Sigurlaug. Hún segir Ásgeir meðal annars hafa sagt við hana að „fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa“ þegar hann svaraði spurningu hennar um af hverju þeir tryðu henni ekki þegar hún vildi að lögreglan færi að leita að dóttur hennar. 

„Hver tekur við verðlaunum þegar barn er tekið af lífi?“

„Grímur Grímsson sagði við mig í skætingi „þetta virkar ekki þannig“ þegar ég bað þá að finna bílinn. Í viðtalinu í Stundinni segi ég einnig frá því að Grímur Grímsson sagði að „lögreglan mætti alveg við því að bæta ímynd sína“, þess vegna hafi hann tekið við verðlaunum fjölmiðla, sem byggði á þjáningu dóttur minnar, og þegar engum var bjargað,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu sinni og bætir við: „Hver tekur við verðlaunum þegar barn er tekið af lífi?“  

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók undir þær ábendingar Sigurlaugar og segir í úrskurði sínum að það kunni að vera tilefni til að skoða að slíkt ætti að banna í siðareglum í samhengi við 13 grein siðareglna lögreglu, „enda gæti slík staða leitt til þess að draga mætti hæfi lögreglumanns í efa“. 

Lögreglan noti nafn dóttur hennar eins og hún sé þeirra

Sigurlaug segir lögregluna ekki hafa veitt aðstandendum skjól eða hafa nokkurn tímann talað um að það hefði þurft að taka tillit til aðstandenda. Umkvörtunarefni Sigurlaugar til nefndarinnar snerist fyrst og fremst um samskiptin við lögreglu á fyrstu stigum leitarinnar, en einnig samskipti lögreglu við fjölmiðla á meðan leit og rannsókn stóð og sömuleiðis viðtölum sem Grímur og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, veittu vegna lokaritgerðar í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri vorið 2017. Nafn dóttur hennar var notað sem efnisorð, en nú er búið að breyta því og læsa ritgerðinni.

„Og nú, eftir að ég hef lagt það á mig að segja söguna og biðja um að nafnið hennar sé ekki notað frekar, þá halda þeir áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á mig, að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir Sigurlaug. 

„Eins og kemur fram í siðareglum lögreglu þá getur hún „…aðeins vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna að þeir framkvæmi hlutverk lögreglu með það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu“ og síðar „starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur“.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Geta fjölmiðlar bent á eitt atriði sem lögreglan hefur gert rétt síðustu 20 árin ? Að þurfa lesa endalausa vitleysu í gjörðum lögreglu ?
    2
    • Herbert Guðmundsson skrifaði
      Getur þú, merki maður, tíundað eitthvað með rökum sem þú agnúast út í?
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár