Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Móðir svipt börnunum vegna fátæktar

Ólafía Sig­ur­björns­dótt­ir, móð­ir Rósu, Ólafíu Ólafíu­dótt­ur, var ein­stæð­ing­ur með lít­ið sem ekk­ert bak­land, heilsu­lít­il, í lág­launa­störf­um og á hrak­hól­um, ein með fimm börn og mann sem hélt henni í fjár­hags­leg­um skorð­um. Í stað þess að veita við­eig­andi að­stoð voru börn­in tek­in af henni og send á vistheim­ili, en hún hætti aldrei að berj­ast fyr­ir þeim.

Móðir svipt börnunum vegna fátæktar

Í gögnum sem má rekja aftur til ársins 1953 birtist mynd af konu í erfiðum aðstæðum, sem mætti hvorki skilningi né stuðningi samfélagsins: „Ólafía leitaði til nefndarinnar með heimilisvandræði sín. Maður sá, sem hún býr með virðist ekki aðstoða hana sem skyldi“, segir í fundargerð barnaverndar frá því 1953. Nokkru síðar er skráð að hún búist við því að missa húsnæðið, Svavar sé heima af sjónum og hún sé hvött til að fá hann til að hjálpa sér með húsnæði. Börn þeirra verði send á Silungapoll. Að hausti kom fram að hún hefði sótt syni sína á Silungapoll án þess að bera það undir barnavernd. Talið var að hún hefði fengið húsnæði. 

Næstu ár einkenndust af húsnæðisströggli og óöryggi og svar yfirvalda var ávallt það sama: Að fara burt með börnin, „vegna húsnæðisvanda og erfiðleika móður“. Í stað þess að fjölskyldunni væri útvegað viðunandi húsnæði voru börnin á stöðugu flandri …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Brynjólfsdóttir skrifaði
    Elsku fallega skjölskylda.. þið eruð óll hetjur
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kostnaðurinn af fátæktinni

Skildu tvisvar og giftust þrisvar
ViðtalKostnaðurinn af fátæktinni

Skildu tvisvar og gift­ust þrisvar

Eft­ir að hafa al­ist upp í um­hverfi þar sem hún var í sí­fellu fjar­lægð af heim­il­inu vegna fá­tækt­ar og þvælt á milli stofn­ana og fóst­ur­heim­ila hef­ur reynst Rósu Ólaf­ar Ólafíu­dótt­ur erfitt að treysta, hleypa fólki að sér og við­halda nán­um tengsl­um. Það er einn kostn­að­ur­inn af van­ræksl­unni. Eig­in­mað­ur henn­ar, Stein­grím­ur Berg­mann Gunn­ars­son, þekk­ir það af eig­in raun, en þau hafa þrisvar sinn­um geng­ið í hjóna­band.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár