Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lykillinn að breyttum venjum og betra lífi: Pínlega lítil skref

Marg­ir kann­ast við að vilja breyta ein­hverju í lífi sínu en mistak­ast að skapa nýj­ar venj­ur. Kári Krist­ins­son, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, þekk­ir það sjálf­ur. Hann var einn af þeim sem leidd­ist rækt­in en með því að fylgja nið­ur­stöð­um rann­sókna um það hvernig á að breyta lífi sínu tókst hon­um að kom­ast á þann stað að nú mæt­ir hann helst fjór­um sinn­um í viku. Lyk­ill­inn er að taka pín­lega lít­il skref í rétta átt.

Lykillinn að breyttum venjum og betra lífi: Pínlega lítil skref

„Rannsóknir í sálfræði benda til að fólk sé mjög upptekið af endamarkinu, en ekki daglegri rútínu. Ef það vill til dæmis vera í mjög góðu formi þá er mikill hvati að drífa sig í ræktina og mæta kannski strax fjórum til fimm sinnum í viku og keyra sig áfram. Rannsóknir í sálfræði sýna fram á að þessi áhugi deyr yfirleitt út eftir smátíma og þá er þetta orðið of erfitt,“ segir Kári Kristinsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem tók á sínum tíma doktorspróf í hagfræði en hefur á síðustu árum einbeitt sér að rannsóknum í hagfræðilegri sálfræði. „Leiðin sem virkar betur er að skapa sér litla venju. Þegar sú venja er síðan orðin hluti af daglegu lífi getur viðkomandi síðan stækkað hana og gert viðameiri. Það væri betra að hugsa um þetta sem framfarir en ekki fullkomnun og að viðkomandi vilji vera betri í dag en í gær. Ef …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár