Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að sigra eða sigra ekki heiminn

Í litl­um bæ, um 50 kíló­metr­um frá Berlín, er göm­ul mylla þar sem unn­ið hef­ur ver­ið hörð­um hönd­um við að ryðja út 13 tonn­um af stáli til að breyta­henni í lista­stúd­íó. Mað­ur­inn á bak við verk­efn­ið er ís­lenski mynd­list­ar­mað­ur­inn, Eg­ill Sæ­björns­son, sem hef­ur hasl­að sér völl í lista­sen­unni víða um heim. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir langa dvöl er­lend­is þá sé teng­ing­in við Ís­land mik­il – enda séu ræt­urn­ar, þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft, þar.

Að sigra eða sigra ekki heiminn
Flakkar á milli Egill flutti til Berlínar fyrir slysni fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Hann flakkar mikið á milli landanna tveggja, Íslands og Þýskalands. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég hef aldrei gert neitt annað frá því ég man eftir mér. Maður var bara svona krakki sem var góður í að teikna sem gerir mann reyndar ekkert endilega að betri myndlistarmanni. En þetta hefur alltaf verið það sem ég geri.“

Þetta segir Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður í samtali við Heimildina þegar hann býður blaðamanni í heimsókn í sveitarróna í Müncheberg, sem er í klukkutíma fjarlægð frá höfuðborg Þýskalands, til að ræða listina og lífið eftir tæp 25 ár í Berlín. 

Hann segist alltaf hafa ætlað að verða myndlistarmaður, eða frá því hann var 3 ára gamall en hann er alinn upp í Norðurmýrinni.

„Elstu minningarnar mínar eru frá því að vera með liti á gólfinu heima hjá mér. Þegar ég var á leikskóla þá var það eina sem ég gat gert að byggja legóhús, sem voru sett upp á hillu og þá fékk ég lof fyrir það. Að öðru leyti …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár