Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Úkraínustríðið í fimm þáttum undir lok fyrsta ársins

Val­ur Gunn­ars­son, sagn­fræð­ing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Hvað ef?, grein­ir inn­rás Rússa í Úkraínu í til­efni þess að ná­kvæm­lega eitt ár er lið­ið frá því að hún hófst.

Ljóst mátti vera að ef Pútín réðist á Úkraínu yrði það hið mesta feigðarflan. Og þó hefur komið á óvart hve innilega illa Rússum hefur gengið. Vel mátti ímynda sér að hálft landið félli og að í hernumda hlutanum moraði allt í andspyrnuhreyfingum sem hin frjálsa Úkraína reyndi að styðja eftir veikum mætti, höfuðborgin væri umkringd í Sarajevó-stíl og þar sylti fólk heilu hungri. Í staðinn voru Rússar barðir burt frá Kyiv og hafa ekki sótt fram síðan í vor og hafa misst mest það svæði sem þá náðist aftur. En litlu mátti muna að öðruvísi færi. 

Sagt er að herforingjar séu alltaf reiðubúnir fyrir síðasta stríð og Pútín hefur byggt á fyrri reynslu. Hún var sú að Úkraínumenn aðhefðust lítið þótt hann innlimaði Krímskaga og gátu ekki ráðið niðurlögum rússnesk-studdra aðskilnaðarsinna í Donbas. Og á þessum stöðum voru þeir til, og jafnvel í meirihluta, sem kusu að …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Í þessari grein er haldið uppi sama stríðsæsingnum sem er týpískur fyrir vestrænan áróður um þetta stríð.

    Hérna er höfundur beinlíns að kalla eftir gagnsókn Úkraínumanna, trúir því virkilega að þeir hafi möguleika á að ná Melitopol til baka, ná landbrúnni yfir til Krím, og fá þannig "allan rússneska mannaflann í Krím til að gefast upp."

    Þetta er "wishful thinking" af verstu sort. Vill höfundur beinlínis að Úkraína verði lögð í rúst? Hvað vill hann að margir Úkraínskir drengir fórni sér í viðbót við þá 100 þúsund sem þegar hafa fallið, fyrir gjörsamlega tapaðan málstað?

    Það er ljóst að þessi höfundur er sjálfur ginnkeyptur fyrir stríðsáróðrinum, er sjálfur fastur inni í echochamber búbblunni. Það fyrsta sem friðarsinnar þurfa að gera er að brjótast út úr þessari vestrænu stríðsáróðursbúbblu, þar sem okkur er stöðugt talin trú um að Úkraína sé við það að vinna þetta stríð (sem er eitthvað mesta wishful thinking og veruleikafirring sem til er). En þetta er allt samkvæmt hinni voðalega heppilegu imperíalísku strategíu um að berjast til síðasta Úkraínumanns í því skyni að blæða Rússland.

    Eina vitið er auðvitað kalla eftir de-escalation, friðarviðræðum og að binda enda á átökin strax. Allt annað leiðir bara til meira tilgangslaus mannfalls og frekari eyðileggingu landsins.

    Hér er tilvitnunin í greininni sem ég er að vísa til:

    "Úkraínumenn munu líklega fara sér aðeins hægar enda bíða þeir eftir vopnasendingum sem eru óðum að berast úr vestri. Augljósasti kosturinn væri að sækja að borginni Melitopol og þaðan til Svartahafs. Þannig væri hægt að skera suðurvígstöðvarnar jafnt sem Krímskaga frá Rússlandi og ef til vill neyða allan mannafla þar til að gefast upp. En Rússar eru óðum að víggirða borgina og Úkraínumenn hafa sýnt að þeir kunna að koma á óvart. Meira að segja Macron Frakklandsforseti, sem oft talar um friðarsamninga og það sem taka muni við að stríði loknu, hefur sagt að nú sé mikilvægast að styðja Úkraínumenn í væntanlegri sókn svo semja megi um hagstæðari frið. Selenskíj Úkraínuforseti hefur sagst ætla að frelsa Úkraínu alla, þar með talið Krímskaga og Austur-Donbas, en erfiðara gæti orðið að fá stuðning vesturvelda ef tekst hefur að ýta Rússum aftur fyrir víglínuna eins og hún var þann 24. febrúar 2022. Ljóst má vera að litlar líkur eru á friði fyrr en að væntanlegum sóknum afstöðnum. Ósennilegt er að Úkraínumenn muni gefast upp í baráttunni fyrir eigin landi en Rússar gætu komist að þolmörkum eftir aðra árstíð af ósigrum."
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Takk Valur góð grein. Það getur verið að Stalín hafi einhverntímann sagt að "magn væru gæði í sjálfu sér" en uppruni þessara orða eru hjá Carl Von Clausewitz. En þetta er nú bara nördalegt smáatriði.
    0
  • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
    Því miður, þá er Valur Gunnarsson langt frá því að vera hlutlaus frásagnarmaður um stríðið í Úkraínu.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár