Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Djöfullinn, dauðinn og vorið á næsta leiti

Auð­ur Jóns­dótt­ir lagði tarot­spil fyr­ir Pedro Gunn­laug Garcia og rit­höf­und­arn­ir röbb­uðu þar til úr varð saga.

Djöfullinn, dauðinn og vorið á næsta leiti

Árið 2023 hófst þannig hjá Pedro Gunnlaugi að Páll Valsson, útgefandi hans, hringdi í hann og sagði honum að hann hefði hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Lungu. Þetta er önnur bók höfundar, sú fyrsta hét Málleysingjarnir, en um hana sagði bókmenntagagnrýnandinn Þorgeir Tryggvason: Skrifað af feikilegu öryggi ... Rosalega mögnuð bók! Og Kolbrún Bergþórsdóttir klykkti út með: Ein athyglisverðasta bók ársins.

Að fyrsta verk höfundar hljóti svo háfleyga dóma er fátítt. Oftar er fjallað á passívum nótum um frumraun höfundar, og gjarnan gefinn ákveðinn slaki með orðinu frumraun. Óhætt er að segja að Pedro Gunnlaugur hafi sett svip á sögu íslenskra bókmennta um leið og hann byrjaði að skrifa, hann er eins konar ævintýri.

Ég las Lungu í einum rykk og strax á fyrstu síðunum blasti við að höfundur býr yfir svo flæðandi kátum hæfileika til að segja sögur að það tendrar hugrenningatengsl við ekki minni sagnakarla en Gabriel García …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu