Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt

Al­menn­ing­ur virð­ist lítt upp­lýst­ur um að heima­brugg­un áfeng­is til einka­neyslu er bönn­uð og fel­ur í sér refsi­verð­an verkn­að. Dóms­mála­ráð­herra ætl­ar að aflétta bann­inu og heima­brugg­ar­ar, versl­un­ar­menn í brugg­brans­an­um og hags­muna­fé­lag heima­brugg­ara taka áform­uð­um breyt­ing­um fagn­andi.

Kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum um að afnema bann við heimabruggun á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður þó óheimilt að framleiða áfengi með eimingu og stunda heimabruggun í því skyni að selja afurðina. Áform frumvarpsins voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendi til þess að „réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga“, að því er segir í greinargerðinni. Samkvæmt gildandi áfengislögum er innflutningur, heildsala, smásala og framleiðsla sem fram fer í atvinnuskyni án leyfis samkvæmt lögum óheimil og varðar sektum eða fangelsi allt að sex árum. 

Rík menning heimabruggunar kallar á endurskoðun laga

Dómsmálaráðherra sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að með breytingunum sé verið að gera það löglegt sem stundað er mjög víða á heimilum. Með breytingunum sé því verið að lögleiða það sem „augljóslega hefur verið uppi í áratugi“. 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á undanförnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar, sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi um allt land. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. 

Ráðuneytið telur því tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum. Á annan tug umsagna hafa borist frá því að frumvarp til breytinga á áfengislögum var birt í samráðsgátt 19. janúar. 

„Heimur bruggsins er heillandi, spennandi, flókinn og fallegur“

Ein umsögnin er stutt og laggóð: „Já - þó fyrr hefði verið“ og í annarra snarpri umsögn segir að auðvitað eigi að leyfa fólki að brugga sinn mjöð. 

Hrafnkell Freyr Magnússon, eigandi Brew.is, verslunar með hráefni og búnað til bjórframleiðslu, segir í umsögn sinni að lengi hafi enginn haft áhuga á að breyta lögunum því fyrirkomulagið virki ágætlega eins og það er, þar sem lögunum er ekki framfylgt og því taki ekki að breyta þeim. Nú segir hann hins vegar vera „kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt“ og því styður hann frumvarpið heilshugar. 

„Auðvitað á að leyfa fólki að brugga sinn mjöð“
Úr umsögn um áform um afnám banns við heimabruggun á áfengi til einkaneyslu

„Heimur bruggsins er heillandi, spennandi, flókinn og fallegur,“ skrifar Dagur Helgason í umsögn sinni. Hann titlar sig sem heimabruggara, ríkisstarfsmanna, verkfræðing og nörd og segir hann heimabrugg snúast fyrst og fremst um að frelsi til að skapa þá upplifun sem hverjum og einum hugnast. „Það að banna slíkt á meðan áfengi er löglegt er í besta falli kjánalegt,“ skrifar Dagur, sem fagnar áformum dómsmálaráðherra. 

Löng bið eftir afurðinni mun ekki auka unglingadrykkju eða misnotkun áfengis

Fágun, félag áhugafólks um gerjun og eiginlegt hagsmunafélag heimabruggara, bendir á í umsögn sinni að heimagerjun matvæla hefur tengst matarmenningu frá landnám og hefur „bæði haldið lífi í fólki og glætt menningu og magaflóru landsmanna lífi allar götur síðan“. Gerjaðir, heimabruggaðir drykkir eru einn angi fjölbreyttrar matarmenningar sem falla undir frumvarp dómsmálaráðherra. 

Fágun styður því frumvarpsbreytingarnar og telur að lögleg heimabruggun muni ekki hafa í för með sér aukna hættu á unglingadrykkju eða misnotkun áfengis. Rökin sem Fágun leggur til eru hráefniskostnaður, tækjakostnaður og ekki síst biðin langa eftir því að njóta afurðarinnar sem brugguð er heima. 

„Hægir sú staðreynd sennilega á flestum sem ekki eru í þessu af ástríðunni einni saman, að bíða þurfi eftir hinum heimabrugguðu veigum í oft fjölmargar vikur og/eða mánuði og ár,“ segir í umsögn Fágunar. Samtökin telja að frumvarpið muni færa áhugafólki um gerjun betra umhverfi til að rækta sitt áhugamál með því að gera það löglegt og virki vonandi sem „hvatning til góðra verka og gerir þeim menningararfi sem felst í gerjun matvæla og drykkja enn hærra undir höfði til framtíðar“. 

Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpið rennur út 2. febrúar og hægt er að senda inn umsögn hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár