Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt

Al­menn­ing­ur virð­ist lítt upp­lýst­ur um að heima­brugg­un áfeng­is til einka­neyslu er bönn­uð og fel­ur í sér refsi­verð­an verkn­að. Dóms­mála­ráð­herra ætl­ar að aflétta bann­inu og heima­brugg­ar­ar, versl­un­ar­menn í brugg­brans­an­um og hags­muna­fé­lag heima­brugg­ara taka áform­uð­um breyt­ing­um fagn­andi.

Kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum um að afnema bann við heimabruggun á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður þó óheimilt að framleiða áfengi með eimingu og stunda heimabruggun í því skyni að selja afurðina. Áform frumvarpsins voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendi til þess að „réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga“, að því er segir í greinargerðinni. Samkvæmt gildandi áfengislögum er innflutningur, heildsala, smásala og framleiðsla sem fram fer í atvinnuskyni án leyfis samkvæmt lögum óheimil og varðar sektum eða fangelsi allt að sex árum. 

Rík menning heimabruggunar kallar á endurskoðun laga

Dómsmálaráðherra sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að með breytingunum sé verið að gera það löglegt sem stundað er mjög víða á heimilum. Með breytingunum sé því verið að lögleiða það sem „augljóslega hefur verið uppi í áratugi“. 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á undanförnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar, sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi um allt land. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. 

Ráðuneytið telur því tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum. Á annan tug umsagna hafa borist frá því að frumvarp til breytinga á áfengislögum var birt í samráðsgátt 19. janúar. 

„Heimur bruggsins er heillandi, spennandi, flókinn og fallegur“

Ein umsögnin er stutt og laggóð: „Já - þó fyrr hefði verið“ og í annarra snarpri umsögn segir að auðvitað eigi að leyfa fólki að brugga sinn mjöð. 

Hrafnkell Freyr Magnússon, eigandi Brew.is, verslunar með hráefni og búnað til bjórframleiðslu, segir í umsögn sinni að lengi hafi enginn haft áhuga á að breyta lögunum því fyrirkomulagið virki ágætlega eins og það er, þar sem lögunum er ekki framfylgt og því taki ekki að breyta þeim. Nú segir hann hins vegar vera „kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt“ og því styður hann frumvarpið heilshugar. 

„Auðvitað á að leyfa fólki að brugga sinn mjöð“
Úr umsögn um áform um afnám banns við heimabruggun á áfengi til einkaneyslu

„Heimur bruggsins er heillandi, spennandi, flókinn og fallegur,“ skrifar Dagur Helgason í umsögn sinni. Hann titlar sig sem heimabruggara, ríkisstarfsmanna, verkfræðing og nörd og segir hann heimabrugg snúast fyrst og fremst um að frelsi til að skapa þá upplifun sem hverjum og einum hugnast. „Það að banna slíkt á meðan áfengi er löglegt er í besta falli kjánalegt,“ skrifar Dagur, sem fagnar áformum dómsmálaráðherra. 

Löng bið eftir afurðinni mun ekki auka unglingadrykkju eða misnotkun áfengis

Fágun, félag áhugafólks um gerjun og eiginlegt hagsmunafélag heimabruggara, bendir á í umsögn sinni að heimagerjun matvæla hefur tengst matarmenningu frá landnám og hefur „bæði haldið lífi í fólki og glætt menningu og magaflóru landsmanna lífi allar götur síðan“. Gerjaðir, heimabruggaðir drykkir eru einn angi fjölbreyttrar matarmenningar sem falla undir frumvarp dómsmálaráðherra. 

Fágun styður því frumvarpsbreytingarnar og telur að lögleg heimabruggun muni ekki hafa í för með sér aukna hættu á unglingadrykkju eða misnotkun áfengis. Rökin sem Fágun leggur til eru hráefniskostnaður, tækjakostnaður og ekki síst biðin langa eftir því að njóta afurðarinnar sem brugguð er heima. 

„Hægir sú staðreynd sennilega á flestum sem ekki eru í þessu af ástríðunni einni saman, að bíða þurfi eftir hinum heimabrugguðu veigum í oft fjölmargar vikur og/eða mánuði og ár,“ segir í umsögn Fágunar. Samtökin telja að frumvarpið muni færa áhugafólki um gerjun betra umhverfi til að rækta sitt áhugamál með því að gera það löglegt og virki vonandi sem „hvatning til góðra verka og gerir þeim menningararfi sem felst í gerjun matvæla og drykkja enn hærra undir höfði til framtíðar“. 

Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpið rennur út 2. febrúar og hægt er að senda inn umsögn hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
1
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
3
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
6
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
7
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
10
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Þrílita Bom­b­an sem ann­ast sinn græna reit

Hún lif­ir líf­inu á eig­in for­send­um. Rútína er henn­ar ástartungu­mál og hún geng­ur um ver­öld­ina með sitt með­fædda sjálfs­traust. Eng­inn veit hvað hún er göm­ul í raun og veru þó ýms­ar kenn­ing­ar séu á kreiki. Hún þarf ekki vega­bréf og hef­ur eng­an kosn­inga­rétt. Hún býr við tals­vert áreiti vegna ein­stakr­ar feg­urð­ar og henn­ar lipru hreyf­ing­ar, sem eru ávallt með til­þrif­um,...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
4
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
6
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár