Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Okkar hlutverk að skapa tækifærin

Í Tólf tón­um hafa marg­ir af okk­ar fremstu tón­list­ar­mönn­um stig­ið sín fyrstu skref. Eig­and­inn, Lár­us Jó­hann­es­son, seg­ir æv­in­týri lík­ast að fylgj­ast með þeim ná flugi út í heim. Þeirra á með­al eru ósk­ar­s­verð­launa­haf­inn Hild­ur Guðna­dótt­ir og Vík­ing­ur Heið­ar Ólafs­son sem er á með­al virt­ustu pí­anó­leik­ara heims. „Hann var eng­inn venju­leg­ur dreng­ur.“

Um þessar mundir eru 25 ár síðan Lárus, eða Lalli í 12 Tónum, eins og hann er kallaður í bransanum, og Jóhannes Ágústsson opnuðu plötubúðina 12 Tóna og 20 ár síðan þeir gerðu fyrsta útgáfusamninginn. 

„Við vorum búnir að vera að vinna verkefni með fólki en okkar eigin útgáfa hófst 2003. Við ætluðum alltaf að byrja árið 2000 af því okkur fannst allir vera að gera eitthvað árið 2000 en svo tók bara lengri tíma að bæði átta sig á því hvernig þetta virkar allt saman og eins að finna réttu plötuna til að byrja,“
segir Lárus Jóhannesson, eigandi 12 Tóna. 

Eivør Pálsdóttir var sú rétta að þeirra mati og plata hennar, Krákan, var sú fyrsta sem var gefin út undir merkjum 12 Tóna. Við gáfum sem sagt út Færeying og það var mjög gaman að kynnast Færeyingum í gegnum þetta,“ segir Lárus og spurður hvernig það hafi komið …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    💪♥️🤘Hann Lárus er svo vandaður maður. Algjör beauty✨
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár