Á sunnudagsmorgni vaknaði Edda Falak við símann. Hún sá að fjölmiðlar voru að reyna að ná í hana og höfðu sent skilaboð þar sem óskað var eftir hennar viðbrögðum við skessumálinu. Hún opnaði fréttasíður til að reyna að átta sig á því um hvað væri eiginlega verið að tala og þar sem hún lá uppi í rúmi varð henni ljóst að íbúar í Vestmannaeyjum höfðu fagnað þrettándanum með því að ganga götur bæjarins með risavaxin tröll. Annað tröllið var klætt í hefðbundin klæði karlmanna í Katar en hitt var skessa, svört í framan, merkt henni, eða þannig, hún var auðvitað uppnefnd: „Edda Flak“.
Eddu var brugðið, ekki aðeins vegna þess að þarna var farið fram með rasískan og andfemínískan áróður gagnvart henni, því hafði hún vanist. En þarna var það gert á opinberum vettvangi, á fjölskylduhátíð sem fór fram í nafni íþróttafélagsins í bænum. Sama íþróttafélags og stendur að baki …
Hvort ætlar Heimildin að uppfræða okkur lesendur eftir gagnrýna fréttavinnslu og styrkja lýðræðið, eða vera innrætingarmiðill og styrkja træbalismann?
Því ef ekki, hefur þú ekki hugmynd um hvort þetta sé kaldhæðnislegt djók eða ekki.
Þannig að þú varst annað hvort að tala útúr rassgatinu á þér eða koma upp um þig.