„Það er ljótt að stela bókum, ef þú átt ekki peninga fyrir bók, þá get ég valið eina handa þér og skrifað hana á mig persónulega – og þú komið svo seinna og gert þetta upp,“ sagði unga stúlkan sem vinnur í Forlagsbúðinni þegar hún nappaði mig við að reyna að stela bók þar í jólapartíinu um helgina. Mig langaði að útskýra fyrir henni að það væri sko eiginlega ritstjóra mínum að kenna að ég væri að þessu. En ég gerði mér grein fyrir því að hún myndi sennilega ekki trúa mér og í ofanálag var ég bara of full og þvoglumælt til að koma orðum að því, svo ég slagaði bara sneypulega með henni að afgreiðslukassanum. Þar bjó ég mig undir að gefa henni upp fullt nafn og kennitölu meðan hún héldi hugsanlega áfram að reyna að ala mig upp.
Þá kom aðvífandi kona af …
Athugasemdir