Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.

Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Kýrus mikli stofnaði ríki Persa, fyrsta eiginlega heimsveldið. Nú mótmæla hugrakkar persneskar konur kúgurum þeim sem nú stýra hinu forna Persaveldi.

Íran er afar víðáttumikið ríki og mestur hluti þess einkar hrjóstrugur. Fyrstu írönsku ríkin má segja að verði til í löngum fjallgarði austur af hinni frjósömu Mesópótamíu þar sem fljótin Efrat og Tígris falla til sjávar. Þar spruttu upp nokkur elstu menningarríki sögunnar, sannkölluð stórveldi sem höfðu margvísleg áhrif langt upp í fjöllin. Þegar fyrir 5.000 árum eru Elamítar komnir til skjalanna um miðbik fjallanna og nutu góðs af nábýli við Súmera í vestri.

Hin forna borg Súsa, sem tengist mjög sögu Persaveldis, er yfirleitt talin hafa verið stofnuð af Elamítum.

Grimmir Assýríumenn 

Fyrir um 2.700 árum (eða á 8. öld fyrir upphaf tímatals okkar) voru nágrannar og frændur Elamíta í norðri, Medar, búnir að taka forystuna meðal þjóðanna sem byggðu Íran og töluðu íranskar tungur, ólíkt íbúum Mesópótamíu sem töluðu flestir akkadísk mál, en þau eru af semitískum uppruna. 

Flest er raunar á huldu um Meda, þar sem þeir …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Friðriksdóttir skrifaði
    Takk Illugi. En endilega skjóttu inn f.Kr eftir tölunum, annars gæti munað 1000 árum eða meira...
    0
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Prýðilegt en Illugi hefði mátt tala aðeins meira um Elamíta sem var merk menningarþjóð, skóp ritmál skömmu eftir að Súmerar sköpuðu fyrsta ritmál sem þekkt er (áhöld eru reyndar um hvort Egyptar hafi skapað sitt letur á sama tíma eða ögn seinna). Það er ögn málum blandað hvort Persaveldi hafi verið umburðarlynt, sagt hefur verið að þeir hafi fótumtroðið menningu Egypta, bannað þeim að blóta Apis nautinu heilaga. Því hafi Egyptar fagnað Alexander mikla. Medar eru dularfullir, höfuðborg þeirra hefur ekki fundist. Ekki er víst hvort Persar hafi lítið skrifað þar eð Alexander lét brenna Persepolis, sumir segja að þar hafi brunnið mikið bókasafn.
    0
    • SVS
      Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
      Leiðrétting: á að vera "málum blandið".
      0
    • Illugi Jökulsson skrifaði
      Rétt að ég hefði mátt sýna Elamítum meiri sóma. Og ábendingin um Egifta og Apís er út af fyrir sig rétt. Varðandi skrif Persa held ég að þó Alexander hefði brennt bókasafn hefðu fleiri heimildir varðveist ef þeir hefðu verið skrifglaðir. :)
      0
    • SVS
      Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
      Takk Illugi, já möguleg rétt þetta með ritgleði Persa. Alla vega segir Herodotus að heldri manna sonum Persa sé ekkert annað kennt en að sitja hesta, skjóta af boga og segja sannleikann. Þú minntist á grimmd Assýriumanna, einn herkonunga þeirra, gott ef Asurnasipal, gekk að síðasta stórríki Elamíta dauðu.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár