Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson fæddist árið 1977 á Akureyri en ólst upp í Reykjavík frá fimm ára aldri. Nítján ára var hann farinn eitthvert út, eins og hann orðar það. Leiðin að myndlistinni tók sinn tíma.
„Þetta var ekkert beint hopp inn í myndlistina. Eins og örugglega flestir þá fann ég mig í tónlist. Sama hvað, er tónlist eitthvað sem er alls staðar, og allir eiga sitt uppáhaldslag úr æsku, það er eitthvað sem maður kemst ekkert framhjá, að verða fyrir áhrifum af tónlist,“ lýsir Sigtryggur.
En ætli einhvers konar áhrif af myndlist hafi ekki líka verið til staðar. „Þegar ég var í grunnskóla þá vorum við krakkarnir í bekknum beðnir um að teikna það sem hræddi okkur mest,“ rifjar Sigtryggur upp. „Ég teiknaði mynd af mér horfandi á ljósmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var nokkurs konar plakat í ramma af konu sem hélt á …
Athugasemdir