„Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu er bókmenntaleg glæpasaga og ævintýri …“ segir á baksíðu íslenskrar þýðingar á bók eftir pólska nóbelsverðlaunaskáldið Olgu Tokarczuk.
Bókin kom fyrst út í Póllandi fyrir þrettán árum síðan og olli usla. Það tók verkið tæpan áratug að ferðast til Bretlands en hún kom fyrst út á ensku árið 2018. Ári seinna hlaut Olga Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Olga er einn þekktasti rithöfundur Póllands, óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld þar – sem fikra sig sífellt lengra á hægri væng stjórnmálanna. Á þessu ári kom verkið út á íslensku.
Íslenska kápan er stílhrein, svört og hvít fyrir utan blóðslettur, ásýndin eins og blanda af heimspekiriti og glæpasögu. Það sem brýtur helst upp stílhreina kápuna er mynd af dádýri sem starir í augu lesandans og segir: Ég er þolandinn í þessu riti. …
Athugasemdir