Tónlist og myndlist hafa gegnumsýrt líf Páls Ivans frá Eiðum, tónskálds og myndlistarmanns. Hann vinnur í mörg listform, er menntaður tónskáld en byrjaði að mála í fæðingarorlofinu árið 2012 þar sem hann að eigin sögn gat ekki hugsað vegna svefnleysis. „Svefnleysið stöðvaði allt vitrænt eins og að skipuleggja tónsmíð. Þá fór ég að klína litum á fleti. Klína og smyrja og maka. Litirnir og áferðin gladdi mig og krafðist einskis af mér. Svo fór ég smám saman að pæla aðeins í því að klína eitthvað ákveðið,“ segir Páll um byrjun myndlistarferilsins. „Myndlistin varð svo eins og hugleiðsla fyrir mig, algjörlega ómissandi og nærandi.“
Stemningar, tilfinningar, hugmyndir
Páll Ivan fæddist í Zagreb í Króatíu árið 1981, en þaðan er móðir hans. Fjölskyldan var á flakki um heiminn framan af en endaði á Eiðum, „vegna þess að foreldrar mínir eru tónlistarkennarar og fengu ágætis vinnu við kennslu þar og í nærliggjandi sveitum …
Athugasemdir