Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Stóra uppgjörið: Loksins mætast Herra Garðabær og Herra Grafarvogur

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son hef­ur loks­ins tek­ið skref­ið og boð­ið sig fram til for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Bjarni Bene­dikts­son, sitj­andi formað­ur, tak­ast á um for­manns­stól­inn á lands­fundi um helg­ina. En hvað er líkt með þess­um mönn­um og hvað grein­ir á milli? Álits­gjaf­ar Stund­ar­inn­ar segja það ekki vera mál­efn­in held­ur ímynd­in. Báð­ir eru þeir sterk­efn­að­ir þó upp­runi þeirra og ásýnd sé ger­ólík.

Stóra uppgjörið: Loksins mætast Herra Garðabær og Herra Grafarvogur

Stuttu eftir að Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í lok mars árið 2009 gekk Guðlaugur Þór Þórðarson í gegnum eitt af sínum erfiðari tímabilum sem þingmaður flokksins. Nýkjörinn formaður hafði þarna ekki þurft að takast á við mál sem tengdust efnahagshruninu hálfu ári áður.

En á meðan var Guðlaugur Þór í nauðvörn vegna styrkjamálsins svokallaða sem snerist um tugmilljóna fjárstyrki fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins og hann hafði haft milligöngu um. 

Bjarni hafði hætt sem stjórnarformaður stærsta olíufélags landsins N1 og eins stærsta fjárfestingarfélags, BNT ehf, í kjölfar hrunsins þar sem honum fannst ekki við hæfi að koma að stjórn þeirra lengur þar sem bankakerfið var komið undir íslenska ríkið. „Ég neita því heldur ekki að mér finnst á vissan hátt óheppilegt að vera mjög virkur þátttakandi í viðskiptalífinu eftir að bankarnir komust í hendur ríkisins,“ sagði Bjarni þegar hann …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Er stigs munur á kúk eða skít ?
  0
 • EH
  Erlingur Hansson skrifaði
  Fyrir kosningarnar í apríl 2009 var fylgi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoðanakönnunum á uppleið. En nokkrum vikum fyrir kosningar bárust upplýsingar um stóra styrki. Jón Ásgeir Jóhannesson lét leka í fjölmiðla upplýsingum um styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði fengið. Þeir voru gríðarlega margar milljónir. Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að allt þetta fé myndi flokkurinn endurgreiða. Ekki var staðið við það. Fylgi flokksins fór niður eftir að fjölmiðlar sögðu frá.
  0
 • Sigrún Njálsdóttir skrifaði
  Collar - kragi = flibbi, ekki flippi. En hvort þessar kosningar verða flopp er svo spurning🙄
  1
  • Ásgeir Överby skrifaði
   Flibbi er kragi á skyrtuermi sem lokað er með flibbahnappi.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár