Hillbilly lærði snemma að ganga um sýningarsali sem sýndu klassísk listaverk með hendur læstar fyrir aftan bak og einbeitingu á að skynja verkin með augunum. Upplifunin fer svo reyndar í gegnum allan líkamann; heilagleikinn og þögnin, hvíslið og skrjáfið.
Nema á opnunum, þá er glasakliður og líflegt gjamm.
Á bakvið Skynleika standa Ásdís Þula og Björk Hrafnsdóttir. Ásdís rekur galleríið Þulu á Hjartatorgi og hefur gert svo með sóma í rúm tvö ár. „Skynleika-ferlið byrjaði í raun í lok 2020 þegar ég var nýbúin að hengja upp sýningu á málverkum í galleríinu mínu Þulu og hugsaði; mikið hlýtur að vera leiðinlegt að fara á svona sýningu ef maður er blindur eða sjónskertur. Upp úr því fór ég að hugsa hvernig væri hægt að setja saman sýningu þar sem sjónin væri ekki í fyrsta sæti,“ segir Ásdís.
Hún sá fljótt að í þetta verkefni þyrfti fleiri og Björk steig því inn …
Athugasemdir