Dagbókin var jólagjöf til Þóru frá vinkonu og í hana skrifaði hún um hugðarefni sín en smám saman fyllist bókin af færslum um Jón Baldvin sem var kennari við Hagaskóla þar sem hún var nemandi. Hún skrifar um að hann hjálpi henni í prófum, biðji hana að hitta sig eftir skóla, fari með hana í bíltúra og að hann skrifi henni bréf þar sem hann lýsir þrá sinni til hennar. Vorið 1970 var hún 15 ára en hann 31 árs, kvæntur maður sem varð síðar farsæll stjórnmálamaður, þingmaður, ráðherra og sendiherra.
Kennarinn hefur heltekið huga Þóru, hún klippir út myndir af honum úr dagblöðum og límir í dagbókina, teiknar myndir af honum og þeim saman, rífur dagsetningar úr dagatali og merkir við þá daga sem þau hafa mælt sér mót og fyllir hverja síðuna á fætur annarri af færslum um hann og samskipti þeirra á milli.
Í dagbókunum birtist stúlka …
Athugasemdir (9)