Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fleiri en 1.200 börn bíða eftir greiningum

Börn­um sem bíða eft­ir að kom­ast að í grein­ingu vegna þroska-, geð- og hegð­unarrask­ana hef­ur fjölg­að um 160 það sem af er ári. Ei­lít­ið hef­ur tek­ist að saxa á bið­lista hjá Barna- og ung­linga­geð­deild. Í lok síð­asta árs biðu 3.700 börn eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræð­inga.

Fleiri en 1.200 börn bíða eftir greiningum
Löng bið eftir þjónustu Hundruð barna bíða eftir þjónustu hjá ýmsum aðilum og er biðtími töluvert langur. Mynd: Unsplash

Börnum sem bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna og eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur fjölgað verulega það sem af er ári. Hins vegar hefur börnum sem bíða eftir þjónustu hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) fækkað nokkuð, ef frá eru talin börn sem bíða eftir þjónustu transteymisins. Bið eftir þeirri þjónustu hefur þó styst talsvert.

Umboðsmaður barna hefur tekið saman upplýsingar um fjölda barna sem bíða eftir þjónustu ýmissa aðila. Fyrst réðst umboðsmaður í slíka upplýsingaöflun í lok síðasta árs og byggir samanburður á stöðu mála því á níu mánaða tímabili. Í töflu hér að neðan má sjá fjölda barna sem bíða þjónustu nokkurra aðila og breytingar þar á.

Mest hefur bið aukist eftir þjónustu hjá Geðheilusmiðstöð barna, um 92 börn á tímabilinu og bíða nú 830 börn eftir þjónustu miðstöðvarinnar. Þá hefur þeim börnum sem bíða eftir þverfaglegum greiningum hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgað um 67 og eru nú 393 talsins. Börn sem bíða eftir aðskilinni þjónustu hjá BUGL eru í heild 121, eilítið færri en í lok síðasta árs.

Auk þess sem kemur fram í töflunni hér að ofan má nefna að 618 börn bíða nú eftir þjónustu sálfræðinga hjá heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Meðalbiðtími eftir þjónustunni er 168 dagar. Sambærilegar tölur fyrir fyrra ár liggja ekki fyrir hjá umboðsmanni.

Á biðlista eftir meðferð í Barnahúsi er nú 31 barn en voru 38 í desember. Þá bíða 110 börn eftir þjónustu Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins.

Í desember síðastliðnum beið 3.701 barn eftir þjónustu talmeinafræðinga. Ekki eru til samræmdar tölur um biðlista hjá talmeinafræðingum svo óljóst er hver staðan er í dag.

Þá birtir umboðsmaður barna fjölda þeirra barna sem ýmist eru sakborningar eða brotaþolar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki eru til upplýsingar um hversu lengi mál þeirra hafa verið á borðum lögreglu heldur aðeins fjöldi barnanna. Til og með 15. ágúst síðastliðnum hafði lögreglu borist tilkynningar um kynferðisbrot gegn 40 börnum. Allt árið í fyrra bárust tilkynningar um slík brot gegn 152 börnum, sem er óvenjuhátt. Árið 2020 bárust lögreglu þannig 59 tilkynningar um kynferðisbrot gegn börnum og 89 árið 2019. Í tilkynningu á síðu umboðsmanns segir að meðal annars megi rekja þennan mikla fjölda árið 2021 til mikillar fjölgunar mála sem vörðuðu kynferðislegar myndsendingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár