Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fordæma dreifingu kynlífsmyndbands á TikTok af fólki með þroskahömlun

Ís­lensk­ir TikT­ok not­end­ur hafa brugð­ist hart við og for­dæmt dreif­ingu mynd­bands­ins sem virð­ist vera tek­ið upp með sam­þykki fólks­ins sem þar sést. „Það kem­ur þér bara and­skot­ans ekk­ert við hvað það kýs að gera,“ seg­ir einn TikT­ok not­andi sem gagn­rýn­ir fólk sem dreift hef­ur um­ræddu mynd­bandi. Lands­sam­tök­in Þroska­hjálp segja um mik­ið áhyggju­efni að ræða og að þörf sé á auk­inni fræðslu.

Fordæma dreifingu kynlífsmyndbands á TikTok af fólki með þroskahömlun
Hafa verulegar áhyggjur „Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum,“ segir Árni Múli Jónsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Unnur Helga Óttarsdóttir formaður samtakanna segir mikilvægt að auka fræðslu um hættur í stafrænu umhverfi.

Íslenskir notendur samfélagsmiðilsins TikTok hafa undanfarna daga gagnrýnt harðlega dreifingu kynlífsmyndbands á miðlinum. Að því fram kemur er um að ræða myndband af fólki með þroskahömlun. Landssamtökin Þroskahjálp hafa töluverðar áhyggjur af sínum skjólstæðingum og segja þörf á verulega aukinni fræðslu og vitundarvakningu um hættur í stafrænum heimi. Vonir standa til að stjórnvöld stígi inn og styðji við samtökin í þeim efnum.

Fjöldi íslenskra notenda samfélagsmiðilsins TikTok hafa gagnrýnt dreifingu annarra notenda á myndbandinu sem um ræðir. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt dreifingu myndbandsins er Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, en hún birti pistil þess efnis á samfélagsmiðlinum sjálfum. Ingveldur bendir í pistli sínum á að engu máli skipti hvaða augum fólk líti annað fólk, það eigi allir sömu virðingu skilið. Þá sé það að rakka fólk niður og gera grín að því fyrir hvað það geri í sínu einkalífi óásættanleg hegðun.

„Það að tveir fullorðnir einstaklingar hafi tekið þá ákvörðun að stunda kynlíf og taka það upp, með samþykki hvort frá öðru, [...] það kemur þér bara andskotans ekkert við hvað það kýs að gera,“ segir Ingveldur meðal annars og er, sem fyrr segir, fráleitt sú eina sem hefur gagnrýnt dreifingu myndbandsins.

Getur varðað fangelsi allt að fjórum árum.

Dreifing myndbandsins sem um ræðir er ólögleg. Samkvæmt almennum hegningarlögum skal hver sá sem dreifir eða birtir myndefni af nekt eða kynferðislegri háttsemi annarra án hans samþykkis sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Tilgreint er að sé slíkt brot framið af gáleysi varði það sektum eða fangelsi allt að einu ári.

„Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum“
Árni Múli Jónasson
framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp telja dreifingu á myndbandinu, sem og önnur viðlíka mál, mikið áhyggjuefni. „Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum, varðandi þær hættur sem eru til staðar í þessum heimi. Við höfum áhyggjur af þessu sem þú nefnir hér, myndbirtingum eins og þessum, en líka er til staðar hætta á að fólk sé afvegaleitt en vegna fötlunar og aðstæðna sinna er þessi hópur berskjaldaður. Við erum þá að tala um hættuna á því að einhverjir óprúttnir aðilar nái sambandi við fólk með hamlanir og nýti sér það með einhverjum hætti, hvort sem er með kynferðislegum hætti eða öðrum,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri samtakanna.

Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar segir að vitanlega geti allt fólk tekið ákvarðanir eða gert eitthvað sem það hefði ekki átt gera, eða sjái eftir. „En það er áhyggjuefni að fólk með fatlanir eða raskanir getur í einhverjum tilvikum verið líklegra en annað til að láta undan þrýstingi.“

Bæði Unnur og Árni Múli benda á að fólk með þroskahömlun hafi sjálfsákvörðunarrétt, sem ekki megi af þeim taka. Það geti hins vegar þurft meiri stuðning en aðrir til að fara með hann. Því sé gífurlega mikilvægt að auka fræðslu fyrir þann hóp. Landssamtökin Þroskahjálp hafa haft frumkvæði að því að vekja athygli á þörfinni á þjálfun og fræðslu fyrir sína umbjóðendur varðandi nýtingu upplýsingatækni, sem og hver ábyrg nýting þeirrar tækni er. Árni Múli segir að rætt hafi verið við stjórnvöld um styrki til að auka verulega fræðslu vegna hættunnar sem er samfara notkun netsins. „Fólk þarf að skilja að setji það eitthvað inn á netið er það komið þangað til að vera og getur farið í dreifingu um allan heim. Fólk þarf að skilja afleiðingarnar,“ segir Unnur og bendir einnig á mikilvægi þess að aukin verði fræðsla um heilbrigð samskipti á netinu.

Fatlaðir verða fyrir hatursorðræðu

Þrátt fyrir að Þroskahjálp séu meðvituð um þessar hættur hafa samtökin ekki haft tök á að hleypa af stokkunum stórfelldri vitundarvakningu um málaflokkinn. Árni Múli segir að unnið sé að því og samtökin séu bjartsýn á að stuðningur til þess fáist. Útbúa þurfi fræðusluefni sem nái til sem flestra, sem sé sniðið að mismunandi þörfum fólks með þroskahamlanir, sem og að samfélaginu öllu. Náist fjármagn til þess sjá samtökin fyrir sér að slíkt fræðsluefni verði nýtt til kennslu og fræðslu í skólum en einnig að það yrði birt á samfélagsmiðlunum sjálfum. „Þetta er flókið viðfangsefni. Það eru mikil tækifæri í stafrænni þróun fyrir okkar skjólstæðinga en það eru hættur líka, og kannski meiri en fyrir aðra hópa,“ segir Árni Múli.

„Ég held það gleymist oft að fatlað fólk verður fyrir hatursorðræðu“
Unnur Helga Óttarsdóttir
formaður Þroskahjálpar

Mörg dæmi má sjá á TikTok um að notendur geri gys að fólki sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, meðal annars fólki sem er með þroskahamlanir. Þau Árni Múli og Unnur segja að Þroskahjálp sé meðvituð um slíkt. „Það má setja þetta í samhengi við umræðu um hatursorðræðu, sem vissulega er stórt orð. En ef fólk er viljandi að gera gys að einstaklingi vegna fötlunar hans, þá er það hatursorðræða. Það er verið að lítillækka einstaklinginn vegna þess. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Árni Múli og bætir við að Þroskahjálp séu í samstarfi við starfshóp forsætisráðuneytisins sem vinni að því að greina hatursorðræðu.

„Ég held það gleymist oft að fatlað fólk verður fyrir hatursorðræðu, og ekki síst talsmenn fatlaðs fólks sem stíga fram og krefjast réttinda. Í því er fólgin bæði atlaga að persónum, að fólki með fötlun og atlaga að tjáningarfrelsinu. Það er stóralvarlegt því það getur dregið úr fólki og minnkar líkurnar á því að það treysti sér til að taka þátt í umræðu þar um. Þar er ekki um stóran hóp að ræða og þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Unnur.  

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
2
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
4
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
7
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
8
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
10
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár