Dansaktívistarnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir segja að skapa þurfi fleiri dansrými í íslensku samfélagi. Íslendingar séu eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að aðgengi að dansrýmum fyrir almenning. Næturlíf Reykjavíkur geri ekki ráð fyrir dansandi fólki enda séu skemmtistaðir miðbæjarins ekki hannaðir með dans í huga. „Sem dæmi þá er ekki einn einasti skemmtistaður á Íslandi tileinkaður því að gefa fólki nógu mikið pláss til að geta notið þess að dansa. Við erum komnar með nóg af því að reyna að dansa í troðningi á Prikinu eða Röntgen, allar útsullaðar eftir að fólk slettir áfengi úr glösum yfir okkur. Þetta er ekki boðlegt lengur,“ segir Olga Maggý.
Olga Maggý og Rebekka Sól telja að skortur á dansrýmum í samfélaginu sé hluti af stærra vandamáli varðandi danslistina á Íslandi. Reynsla þeirra af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands og atvinnudansi hér á landi sýni að dansinn sé neðst á lista allra listgreina. …
Athugasemdir